Fleiri fréttir

„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“
„Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta.

Íslensku stelpurnar fengu stóran skell gegn Spánverjum
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola 66 stiga tap er liðið heimsótti gríðarsterkt lið Spánverja í undankeppni EM í kvöld, 120-54.

„Þetta var mjög þungt“
Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“
Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti.

Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“
KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga.

Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust.

Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“
Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar.

Vinnie sló stoðsendingametið sem var sett á síðustu öld
Vincent „Vinnie“ Malik Shahid setti nýtt stoðsendingamet í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær þegar hann leiddi Þórsara til fyrsta sigur síns á tímabilinu.

Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“
„Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna.

Lögmál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu
Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum.

„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu
Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma.

„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“
Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94.

Yngvi mun ekki klára tímabilið í Kópavogi
Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum
Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur.

Björn Kristjánsson spilar ekki meira með KR á leiktíðinni
Björn Kristjánsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR í Subway deild karla í körfubolta í bili. Hann var heiðraður með blómvendi fyrir leik liðsins gegn Val í gærkvöld en hann glímir við veikindi sem halda honum nú frá keppni.

„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“
Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat.

Hitt liðið fékk flautukörfuna eftir furðulega atburðarás
Afar óvenjuleg uppákoma varð í leik Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í gær þar sem annar leikhluti leiksins var í raun kláraður eftir hálfleikshléið.

Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð
Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana.

Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt
Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru.

„Núna erum við með Julio en vorum með Bjarna sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra“
Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-110 | Allt nema eitt eins og það á að vera
Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir
Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla.

„Fyrir mér er þetta löngu búið“
Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga
Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73.

Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro
Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir

Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt
Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan
Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan.

Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar
Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Tryggvi og félagar unnu sigur í fallbaráttuslag
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza heimsóttu Real Betis í fallbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Er Keflavík óstöðvandi?
Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum
Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð.

Tinna Guðrún vann sér sæti í íslenska körfuboltalandsliðinu
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins.

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann
Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta.

Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda
LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir.

Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður
Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 63-68 | Keflavík með fullt hús eftir tíu leiki
Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn.

„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust.

Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni
Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó.

Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er
„Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 65-89 | Grindavík stakk af í þriðja leikhluta gegn Kanalausum Blikum
Grindavík vann 89-65 sigur á Breiðabliki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í vetur hjá Grindavík en Blikar voru hins vegar að tapa sínum fjórða leik í röð.

Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“
Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn.

Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“
Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar.