Körfubolti

Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaMelo Ball var valinn nýliði ársins í NBA 2021.
LaMelo Ball var valinn nýliði ársins í NBA 2021. getty/Eric Espada

LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir.

Ball missti af fyrstu þrettán leikjum tímabilsins vegna ökklameiðsla. Hann spilaði tvo útileiki með liðinu áður en að leiknum gegn Indiana Pacers í nótt kom.

Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum meiddist Ball aftur á sama ökkla þegar hann steig á fót stuðningsmann er hann reyndi að bjarga því að boltinn færi út af.

Ball kom ekki meira við sögu í leiknum sem Charlotte tapaði, 113-125. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann verður frá en næsti leikur Býflugnanna er gegn Cleveland Cavaliers á morgun.

Ball spilaði virkilega vel áður en hann meiddist og var með 26 stig og sex stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sautján skotum sínum.

Charlotte hefur tapað níu af síðustu tíu leikjum sínum og er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.