Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 12:31 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar samtímis, þegar Haukar tóku vítaskot í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi. Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi.
Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira