Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 12:31 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar samtímis, þegar Haukar tóku vítaskot í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi. Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði Haukum í gær 20-0 sigur í leiknum gegn Tindastóli, sem Sauðkrækingar höfðu unnið 88-71, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla. Þar með spila Haukar að óbreyttu við Njarðvíkinga í 16-liða úrslitum en Bragi segist hvetja forráðamenn Tindastóls til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KKÍ, eins og heimild er fyrir. Bragi segist nefnilega helst vilja að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn, sem málið snýst um, verði breytt. Í reglugerðinni segir að aðeins megi þrír erlendir leikmenn vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, en flestir virðast sammála um að 20-0 tap vegna minni háttar brots á reglunni, eins og í leiknum á Sauðárkróki, sé of strangt. Bragi segist vonast eftir áfrýjun Tindastóls og segir að Haukar séu þá reiðubúnir að draga kæru sína til baka ef að KKÍ samþykki að breyta reglugerðinni og að leikurinn verði spilaður aftur. „Með þessari leið þá vinna allir í rauninni. Tindastóll dettur ekki úr keppninni, við fáum annað tækifæri í ljósi þess að Tindastóll raunverulega braut gildandi reglugerð, og KKÍ fær tækifæri til að laga reglugerðina og hafa hana eins og menn vilja hafa hana. Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi,“ segir Bragi í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur, sem hlusta má á hér að neðan. Klippa: Formaður Hauka um kærumálið „Með þessari kæru okkar var endamarkmiðið ekki að Haukar kæmust áfram á þessu. Markmiðið var frekar það að lagfæra þessa reglugerð, sem ég held að flestum þyki of ströng og hálfgölluð. Í mínum samskiptum við KKÍ kom það fram að til að fá örugglega umfjöllun um þetta í kerfinu væri að setja fram kæruna,“ segir Bragi. „Við erum búin að vera í samstarfi við Tindastól allan þennan tíma til að reyna að leysa úr þessu máli. Það vakti fyrir okkur að ef að KKÍ væri tilbúið til að lagfæra regluna þá hefðum við dregið kæruna til baka, og Tindastóll þar með farið áfram. En það virtist ekki samstaða innan stjórnar KKÍ um að lagfæra regluna á þessum tímapunkti. Þá sitjum við eftir með það að ef að KKÍ vill að þetta sé reglugerðin sem gildir þá verðum við að spila eftir henni. Það er ekki okkar Haukanna að meta hvað sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, eða hvaða reglum eigi að fara eftir og hverjum ekki,“ segir Bragi. Óskaniðurstaðan sé hins vegar sú að reglunum um erlenda leikmenn verði breytt þannig að viðurlögin séu ekki eins ströng og úrskurður aganefndar segir til um. „Óskaniðurstaðan var í byrjun sú að reglugerðin yrði bara lagfærð og viðurlögin sett í það form sem menn vilja hafa, svo að allir séu sammála um hvaða viðurlög eru við því að brjóta reglurnar og hvernig skuli dæmt. Hvort það eigi að vera hægt að kæra eftir leik eða hvort þetta eigi að teljast sem dómaramistök, eða hvernig sem það þróast. Þetta þarf að ákveða. Þessu máli þarf ekki að vera lokið og ég er að klára núna texta sem ég ætla að senda á KKÍ og formenn körfuknattleiksdeilda. Þar fer ég yfir þá lausn sem við viljum leggja fram í málinu, og ég held að Tindastóll bakki okkur upp í því. Við leggjum til að reglan verði lagfærð, og leikurinn verði spilaður aftur. Ef KKÍ getur samþykkt það að fara í að lagfæra regluna, og að leikurinn verði spilaður aftur á grunni þess að dæmt hafi verið eftir gallaðri reglugerð, þá drögum við kæruna til baka úr áfrýjunarferlinu, sem við hvetjum Tindastól til að fara í,“ segir Bragi.
Körfubolti Tindastóll Haukar VÍS-bikarinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira