Körfubolti

„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“

Sindri Sverrisson skrifar
Jimmy Butler gegnir lykilhlutverki hjá Miami Heat.
Jimmy Butler gegnir lykilhlutverki hjá Miami Heat. Getty/Cole Burston

Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat.

Miami er í 11. sæti austurdeildar með sjö sigra en tíu töp, eftir að hafa tapað þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá gegn Cleveland Cavaliers í gær, 113-87.

Miami var í gær án Jimmy Butler, Tyler Herro og Gabe Vincent vegna meiðsla. Það styttist í Butler sem er algjör lykilmaður í liði Miami.

„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann. Ég er Jimmy Butler-maður og myndi aldrei stokka upp í þessu þannig að hann fari. En ég myndi samt stokka vel upp í stuðningshópnum,“ sagði Máté.

Kjartan Atli spurði þá hvort að hann myndi til dæmis láta hinn 22 ára gamla Tyler Herro fara:

„Já, þess vegna. Fyrir utan Butler og [Bam] Adebayo þá myndi ég ekki hika við að stokka upp í neinu öðru,“ sagði Máté en umræðuna og þáttinn í heild má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×