Körfubolti

Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 P.J. Tucker í leik með liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni.
 P.J. Tucker í leik með liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Getty/Mitchell Leff

Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana.

Tucker er að spila með liði Philadelphia 76ers en lék þrjá leiki í röð án þess að ná að skora eitt einasta stig.

Hann var stigalaust á 30 mínútum á móti Utah Jazz, stigalaust á 32 mínútum á móti Milwaukee Bucks og stigalaust á 33 mínútum á móti Minnesota Timberwolves.

Tucker spilaði því í 95 mínútur í þessum leikjum án þess að skora en hann tók samtals bara tvö skot í leikjunum þremur og þú skorar náttúrulega ekki nema að skjóta. Tucker var með 10 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 9 villur samanlagt í þessum þremur leikjum.

Það má þó ekki líta fram hjá því að Philadelphia 76ers vann þessar 95 mínútur sem hann var inn á vellinum með samtals 33 stigum og voru plús níu eða betri í öllum leikjunum með P. J. inn á gólfinu.

Tucker varð NBA-meistari með Milwaukee Bucks liðinu árið 2021 en hefur síðan sótt góða samninga hjá Miami Heat og nú síðast Philadelphia 76ers.

Tucker gerði þriggja ára samning við 76ers, þrátt fyrir að vera 37 ára gamall, og fær 33,2 milljónir fyrir þau eða 4,8 milljarða íslenskra króna

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×