„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 22:30 Kevin Durant er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Vísir/Getty Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Kevin Durant er ein af stærstu stjörnunum í NBA deildinni en hann skipti úr Golden State Warriors og yfir til Brooklyn Nets árið 2019. Í liði Nets er einnig að finna Kyrie Irving og Ben Simmons sem hafa þó takmarkað getað leikið með liðinu vegna meiðsla. Fyrr í vetur bárust fregnir af því að Durant hefði beðið um skipti frá liðinu og í viðtali við Bleacher Report fer hann ítarlega yfir ástæðuna þar á bakvið. Það er ljóst að mörg lið líta hýru auga til Durant sem segir að ákvörðunin um að óska eftir skiptum hafi verið auðveld. „Það var alls ekki erfitt að biðja um skipti því þetta snerist um körfubolta. Ég fór til þeirra og sagði: Hey, ég er ekki að fíla hvernig við erum að undirbúa okkur, ég fíla ekki skotæfingar. Ég fíla æfingar. Ég þarf meira. Ég þarf að vinna í fleiru drasli,“ segir Durant í viðtali við Bleacher Report. Durant í leiknum gegn Sacramento Kings í nótt sem Nets töpuðu 153-121. Sacramento hefur ekki skorað svona mörg stig í einum leik í tuttugu og níu ár.Vísir/Getty Durant segir að málið hafi alls ekki snúist um að allir aðrir í kringum hann ættu að gera honum lífið auðveldara inni á vellinum. „Alls ekki, ég vill gera lífið auðveldara hjá öllum öðrum. Spurðu Steve Nash, þú getur hringt í hann núna. Ég sagði að við þyrftum betri æfingar. Við þurfum að æfa meira, það er málið,“ bætti Durant við en Steve Nash var rekinn sem þjálfari Nets í október og Jacque Vaughn ráðinn í hans stað. „Það var enginn á sömu línu og ég. Jaque Vaughn er það. Ég kvartaði í sumar og þær kvartanir snerust ekki bara að mér heldur hvernig við værum að bæta okkur sem heild. Ég vill að við njótum meiri virðigar í körfuknattleiksheiminum. Ég vill ekki að leikmenn horfi á okkur að hugsi að við séum glataðir, það er ekki þannig lið sem ég vill vera í.“ Hann segir að hann sé þó að skemmta sér vel með Nets liðinu. „Það er búið að vera gaman að berjast með þessum strákum, það er búið að vera gaman að berjast með Jaque. Það er búið að vera gaman að aðlaga mig að því að hjálpa öðrum að verða betri. Ég er að læra leikinn betur og sé allar tegundir af klikkuðum varnarleik á hverju kvöldi. Ég veit aldrei hvernig lið er að fara að dekka mig. Þetta er að hjálpa mér andlega sem leikmaður, að sjá hlutina aðeins hægar, að spila aðeins hægar.“ KD sounds off on his trade request and the pressure on him to carry the team Exclusive with B/R s @ChrisBHaynes Read more here https://t.co/ZGKX9Nt4Dw pic.twitter.com/iASHjgq8Ax— Bleacher Report (@BleacherReport) November 16, 2022 Þar sem Kyrie Irving er í leikbanni og Ben Simmons ítrekað frá vegna meiðsla er Durant oft frekar einn á báti í Nets liðinu. Hann segir þó að þetta geri hann bara að betri leikmanni og telur upp allt það sem hann hefur afrekað á ferlinum. „Ég hef upplifað allt. Meistaratitla, nýliði ársins, stjörnuliðið, samningslaus, að biðja um skipti, besti leikmaður í stjörnuleik, Ólympíusleikar. Ég hef gert allt í þessari deild. Síðustu tvö árin hef ég upplifað eitthvað sem ég bjóst ekki við, að lenda í sjöunda sæti og vera sópað út í fyrstu umferðinni. Það er hluti af deildinni og af ferðalagi allra leikmanna.“ „Að ég þurfi að ganga í gegnum þetta þýðir ekki að mér líði illa. Ég hef séð marga leikmenn ganga í gegnum alls konar rugl í þessari deild og nú hef ég fengið mitt sjónarhorn á þetta. Þetta snýst um að upplifa hluti. Ég hef bara ákveðinn tíma sem leikmaður í NBA. Ég get ekki verið í þessu rugli að eilífu.“ „Vissi ekki hvort ég myndi spila aftur“ Þá kemur Durant inn á þá gagnrýni að hann sé ekki leiðtogi. Hann gefur vægast sagt lítið fyrir þau orð fólks. „Er ég ekki leiðtogi? Hvað í andskotanum þýðir það? Margir halda því fram að ég sé ekki leiðtogi því ég sagði Kyrie ekki að fara í bólusetningu. Í alvöru. Ég ætla ekki að segja fullorðnum manni hvað hann má og má ekki í hans eigin lífi og gera lítið úr því sem honum finnst,“ sagði Durant en Kyrie Irving lék lítið sem ekkert með Nets á síðasta tímabili þar sem hann vildi ekki láta bólusetja sig vegna Kórónuveirunnar. Durant segir engan vafa liggja á því að Nets sé með veikara lið á pappírum en mörg lið í NBA deildinni. Hann vill þó hjálpa samherjum sínum að öðlast sjálfstraust svo liðið eigi raunverulega möguleika gegn öllum liðum. „Líttu á byrjunarliðið okkar. Edmond Sumner, Royce O´Neale, Joe, Harris, Claxton og ég. Engin vanvirðing, en við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna. Ef þú horfir á þetta frá því sjónarhorni þá býstu við að við spilum vel því númer 7 er þarna úti.“ „Þið ættuð að heyra í mér tala á meðan á leiknum stendur. Þá myndi fólk hætta að spyrja hvort ég væri hamingjusamur eða ekki. Ég er að njóta hvers augnabliks sem ég fæ á þessum velli, að hluta til því ég sleit hásin og vegna heimsfaraldursins. Ég vissi ekki hvort við myndum spila aftur, hvort ég myndi spila aftur. Þetta er hluti af því að vera atvinnumaður. Ég þarf að vera þjálfanlegur, ég þarf að setja niður skot, vera grimmur og ég þarf að tala á réttan hátt við liðsfélaga mína. Það er ferðalagið og það er bardaginn.“ NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Kevin Durant er ein af stærstu stjörnunum í NBA deildinni en hann skipti úr Golden State Warriors og yfir til Brooklyn Nets árið 2019. Í liði Nets er einnig að finna Kyrie Irving og Ben Simmons sem hafa þó takmarkað getað leikið með liðinu vegna meiðsla. Fyrr í vetur bárust fregnir af því að Durant hefði beðið um skipti frá liðinu og í viðtali við Bleacher Report fer hann ítarlega yfir ástæðuna þar á bakvið. Það er ljóst að mörg lið líta hýru auga til Durant sem segir að ákvörðunin um að óska eftir skiptum hafi verið auðveld. „Það var alls ekki erfitt að biðja um skipti því þetta snerist um körfubolta. Ég fór til þeirra og sagði: Hey, ég er ekki að fíla hvernig við erum að undirbúa okkur, ég fíla ekki skotæfingar. Ég fíla æfingar. Ég þarf meira. Ég þarf að vinna í fleiru drasli,“ segir Durant í viðtali við Bleacher Report. Durant í leiknum gegn Sacramento Kings í nótt sem Nets töpuðu 153-121. Sacramento hefur ekki skorað svona mörg stig í einum leik í tuttugu og níu ár.Vísir/Getty Durant segir að málið hafi alls ekki snúist um að allir aðrir í kringum hann ættu að gera honum lífið auðveldara inni á vellinum. „Alls ekki, ég vill gera lífið auðveldara hjá öllum öðrum. Spurðu Steve Nash, þú getur hringt í hann núna. Ég sagði að við þyrftum betri æfingar. Við þurfum að æfa meira, það er málið,“ bætti Durant við en Steve Nash var rekinn sem þjálfari Nets í október og Jacque Vaughn ráðinn í hans stað. „Það var enginn á sömu línu og ég. Jaque Vaughn er það. Ég kvartaði í sumar og þær kvartanir snerust ekki bara að mér heldur hvernig við værum að bæta okkur sem heild. Ég vill að við njótum meiri virðigar í körfuknattleiksheiminum. Ég vill ekki að leikmenn horfi á okkur að hugsi að við séum glataðir, það er ekki þannig lið sem ég vill vera í.“ Hann segir að hann sé þó að skemmta sér vel með Nets liðinu. „Það er búið að vera gaman að berjast með þessum strákum, það er búið að vera gaman að berjast með Jaque. Það er búið að vera gaman að aðlaga mig að því að hjálpa öðrum að verða betri. Ég er að læra leikinn betur og sé allar tegundir af klikkuðum varnarleik á hverju kvöldi. Ég veit aldrei hvernig lið er að fara að dekka mig. Þetta er að hjálpa mér andlega sem leikmaður, að sjá hlutina aðeins hægar, að spila aðeins hægar.“ KD sounds off on his trade request and the pressure on him to carry the team Exclusive with B/R s @ChrisBHaynes Read more here https://t.co/ZGKX9Nt4Dw pic.twitter.com/iASHjgq8Ax— Bleacher Report (@BleacherReport) November 16, 2022 Þar sem Kyrie Irving er í leikbanni og Ben Simmons ítrekað frá vegna meiðsla er Durant oft frekar einn á báti í Nets liðinu. Hann segir þó að þetta geri hann bara að betri leikmanni og telur upp allt það sem hann hefur afrekað á ferlinum. „Ég hef upplifað allt. Meistaratitla, nýliði ársins, stjörnuliðið, samningslaus, að biðja um skipti, besti leikmaður í stjörnuleik, Ólympíusleikar. Ég hef gert allt í þessari deild. Síðustu tvö árin hef ég upplifað eitthvað sem ég bjóst ekki við, að lenda í sjöunda sæti og vera sópað út í fyrstu umferðinni. Það er hluti af deildinni og af ferðalagi allra leikmanna.“ „Að ég þurfi að ganga í gegnum þetta þýðir ekki að mér líði illa. Ég hef séð marga leikmenn ganga í gegnum alls konar rugl í þessari deild og nú hef ég fengið mitt sjónarhorn á þetta. Þetta snýst um að upplifa hluti. Ég hef bara ákveðinn tíma sem leikmaður í NBA. Ég get ekki verið í þessu rugli að eilífu.“ „Vissi ekki hvort ég myndi spila aftur“ Þá kemur Durant inn á þá gagnrýni að hann sé ekki leiðtogi. Hann gefur vægast sagt lítið fyrir þau orð fólks. „Er ég ekki leiðtogi? Hvað í andskotanum þýðir það? Margir halda því fram að ég sé ekki leiðtogi því ég sagði Kyrie ekki að fara í bólusetningu. Í alvöru. Ég ætla ekki að segja fullorðnum manni hvað hann má og má ekki í hans eigin lífi og gera lítið úr því sem honum finnst,“ sagði Durant en Kyrie Irving lék lítið sem ekkert með Nets á síðasta tímabili þar sem hann vildi ekki láta bólusetja sig vegna Kórónuveirunnar. Durant segir engan vafa liggja á því að Nets sé með veikara lið á pappírum en mörg lið í NBA deildinni. Hann vill þó hjálpa samherjum sínum að öðlast sjálfstraust svo liðið eigi raunverulega möguleika gegn öllum liðum. „Líttu á byrjunarliðið okkar. Edmond Sumner, Royce O´Neale, Joe, Harris, Claxton og ég. Engin vanvirðing, en við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna. Ef þú horfir á þetta frá því sjónarhorni þá býstu við að við spilum vel því númer 7 er þarna úti.“ „Þið ættuð að heyra í mér tala á meðan á leiknum stendur. Þá myndi fólk hætta að spyrja hvort ég væri hamingjusamur eða ekki. Ég er að njóta hvers augnabliks sem ég fæ á þessum velli, að hluta til því ég sleit hásin og vegna heimsfaraldursins. Ég vissi ekki hvort við myndum spila aftur, hvort ég myndi spila aftur. Þetta er hluti af því að vera atvinnumaður. Ég þarf að vera þjálfanlegur, ég þarf að setja niður skot, vera grimmur og ég þarf að tala á réttan hátt við liðsfélaga mína. Það er ferðalagið og það er bardaginn.“
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira