Fleiri fréttir

Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik
Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu.

Það besta við leikinn var hvað hann þurfti að spila LeBron James lítið
Los Angeles Lakers er aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman kafla og átti ekki í miklum vandræðum með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Darri Freyr: Undir Þóri komið hvar hann spilar næst
Dominos deildin hófst á nýjan leik í kvöld og stóð leikur kvöldsins undir öllum væntingum. KR vann leikinn að lokum með sjö stigum 84-91.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla
KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 67-71 | Keflavík rétt náði að halda sigurgöngunni á lofti
Sigurganga Keflavíkur í Domino's deild kvenna hélt áfram í dag þegar þær mörðu sigur á heimakonum í Skallagrími í Borgarnesi, 67-71.

Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði
Þrír Íslendingar komu við sögu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Keflavík kláraði Skallagrím í fjórða leikhluta
Keflavík heimsótti Skallagrím í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir höfðu að lokum betur eftir góða frammistöðu í síðasta leikhlutanum.

Valskonur rúlluðu yfir KR
Valskonur fóru illa með KR í Dominos deild kvenna í körfubolta þegar liðin áttust við að Hlíðarenda í kvöld.

LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar.

Barist um Arnarnesið í beinni úr Forsetahöllinni í kvöld
Blikar og Álftanesmenn eru í baráttu um sæti í Domino´s deild karla í körfubolta og innbyrðis leikur liðanna í kvöld gæti skipt miklu máli í lokaröð liðanna í vor.

Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er
Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði.

NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið
Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom.

Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt
Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Tólf leikja bann fyrir að miða byssu á fólk
Malik Beasley, leikmaður Minnesota Timberwolves, hefur verið úrskurðaður í 12 leikja bann í NBA-deildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir að miða byssu á fólk.

Antetokounmpo vann spennandi uppgjör við Williamson
Gríska undrið Giannis Antetokounmpo hafði á ný betur gegn Zion Williamson í uppgjöri þeirra þegar Milwaukee Bucks unnu 129-125 sigur á New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Dvölin í Disney World farin að segja til sín
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa ríkjandi meistarar NBA-deildarinnar í körfubolta, Los Angeles Lakers, dalað og nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka
Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld.

Valencia vann stórsigur í Rússlandi
Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu frábæran 29 stiga sigur á Zenit St. Pétursborg í EuroLeague í körfubolta í kvöld, lokatölur 62-91.

NBA dagsins: Glæsileg tilþrif og ekkert virðist stöðva Utah
Það var nóg um falleg tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Vísir birtir að vanda tíu bestu tilþrifin í NBA dagsins.

Skoraði sautján stig í röð og snéri leiknum
Útlitið var ekki alltof bjart hjá kvennaliði Breiðabliks í gær eftir erfiðan fyrri hálfleik á móti KR. Þá kom fyrrum leikmaður KR-liðsins Blikum til bjargar.

Grindvíkingar fá kraftmikinn en kvikan tveggja metra mann
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við framherjann Kazembe Abif sem mun klára leiktíðina með liðinu í Domino´s deild karla.

Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin
Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni.

Guðni nýtti sér afléttingu áhorfendabanns og mætti á Vesturlandsslaginn
Áhorfendur máttu aftur mæta á íþróttaviðburði í gær og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nýtti tækifærið og skellti sér í Stykkishólm til að sjá leik Snæfells og Skallagríms í Domino's deild kvenna.

Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar
Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe.

Utah Jazz lék meistarana grátt og er í toppmálum
Leikmenn Utah Jazz halda áfram að fara á kostum sem besta lið NBA-deildarinnar það sem af er leiktíð. Þeir unnu meistara LA Lakers af miklu öryggi í nótt, 114-89.

„Vorum fúlar út í okkur í hálfleik því við vorum ekki að spila eins og Valur"
„Varnarleikurinn í þriðja leikhluta var það sem vann leikinn í kvöld, við byrjuðum leikinn ekki vel, vorum flatar sem endurspeglaðist í slakri vörn og ræddum við um það í hálfleik að gera talsvert betur," sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals, eftir sigur liðsins á Haukum í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 79-64 | Fjórði sigur Vals í röð
Valur vann fjórða leikinn í kvöld er liðið fékk Hauka í heimsókn í Domino's deild kvenna í kvöld.

Breiðablik afgreiddi KR í síðari hálfleik og Skallagrímur hafði betur í grannaslagnum
Breiðablik vann öruggan sigur á botnliði KR og Skallagrímur hafði betur gegn grönnum sínum í Snæfæll í Domino's deild kvenna í kvöld.

Keflavík áfram taplaust eftir spennutrylli
Keflavík er með fullt hús stiga eftir átta umferðir eftir að liðið vann sigur á Fjölni, 86-85, í Dalhúsum í kvöld.

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins
Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

NBA dagsins: Þrenna Hardens og stáltaugar Doncic
Brooklyn Nets héldu flugi sínu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sigri á Sacramento Kings. Luka Doncic skoraði tvær þriggja stiga körfur á lokasekúndunum í sigri Dallas Mavericks á Boston Celtics.

Tryggði sigurinn með tveimur þristum á síðustu sekúndunum
Slóveninn Luka Doncic setti niður tvær þriggja stiga körfur á síðustu sextán sekúndunum og tryggði með því Dallas Mavericks sætan 110-107 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó
Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld.

NBA dagsins: Meistararnir töpuðu í framlengingu og fátt virðist stöðva Utah
LeBron James klikkaði á vítaskoti sem hefði getað tryggt LA Lakers sigur í nótt, sem og þriggja stiga skoti í lok framlengingarinnar, í 127-124 tapi gegn Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta.

Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu?
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku.

James brást á ögurstundu og Lakers töpuðu þriðja leiknum í röð
Meistarar LA Lakers töpuðu þriðja leiknum í röð í nótt þegar þeir urðu að sætta sig við tap í framlengdum leik gegn Washington Wizards, 127-124, á heimavelli sínum í Los Angeles.

Eistland og Litháen síðustu liðin inn á EuroBasket
Eistland og Litháen urðu í kvöld síðustu liðin til þess að tryggja sig inn á EuroBasket á næsta ári.

NBA dagsins: Svona hvarf forskot Celtics og Nets eru á miklu flugi
Taugatrekkjandi lokakaflinn í framlengdum leik Boston Celtics og New Orleans Pelicans, og góður sigur Brooklyn Nets á LA Clippers eru meðal þess sem sjá má í NBA dagsins.

Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor
Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð.

Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi
Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu.

Rekinn eftir tap í New York
Minnesota Timberwolves eru með versta árangurinn í NBA-deildinni á þessari leiktíð og hafa nú rekið þjálfara sinn. Liðið tapaði 103-99 gegn New York Knicks í gær og hefur aðeins unnið sjö leiki en tapað 24 í vetur.

Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Hauka
Haukar unnu Fjölni með tveggja stiga mun í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Fjölnisstúlkur voru frábærar í síðari hálfleik, lokatölur 85-83.

Fyrsti sigur KR kominn í hús og Valur vann í Borgarnesi
Tveimur leikjum í Dominos deild kvenna í körfubolta er nú lokið. KR vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni og þá unnu Íslandsmeistarar Vals góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í Borgarnesi.

LaVine á lista með MJ eftir 38 stig í nótt en LeBron tapaði gegn gömlu félögunum
Fimm leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt en Miami gerði frægðarför til Los Angeles þar sem þeir sóttu sigur gegn heimamönnum í Lakers og LaVine skráði sig í sögubækurnar með Chicago.

Tveggja metra Dani í KR
Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa bætt við sig hinum tveggja metra háa Zarko Jukic.