Tryggði sigurinn með tveimur þristum á síðustu sekúndunum Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Luka Doncic fagnar sigurkörfunni með James Johnson í Dallas í nótt. Getty/Tom Pennington Slóveninn Luka Doncic setti niður tvær þriggja stiga körfur á síðustu sextán sekúndunum og tryggði með því Dallas Mavericks sætan 110-107 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Doncic skoraði 31 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar en hluta af frábærum tilþrifum hans má sjá hér að neðan. LUKA. CLUTCH. MAGIC.@luka7doncic (31 PTS, 10 REB, 8 AST) buries back-to-back HUGE threes to win it for the @dallasmavs! pic.twitter.com/cPkF2wrdu7— NBA (@NBA) February 24, 2021 Leikmenn Boston höfðu gert vel í að vinna upp 11 stiga forskot á síðustu þremur mínútum leiksins og Jaylen Brown náði að koma liðinu yfir á lokamínútunni. Doncic svaraði því með þristi þegar 15,3 sekúndur voru eftir en Brown, sem skoraði 29 stig, jafnaði metin í næstu sókn. Sigurkarfa Doncic kom svo talsvert utan þriggja stiga línunnar, þegar 0,1 sekúnda var eftir. „Þetta er bara eitthvað sem að ég geri og hef reynt að gera,“ sagði Doncic. Hann klikkaði á þriggja stiga skoti undir lok leiks í 121-118 tapi gegn Portland Trail Blazers fyrir tíu dögum. „Stundum hittir maður ekki, eins og í leiknum við Portland. Stundum hittir maður,“ sagði Doncic sem verður 22 ára á sunnudaginn. Dallas er nú í 9. sæti vesturdeildar með 15 sigra og 15 töp en Boston er í 6. sæti austurdeildar með 15 sigra og 16 töp. Harden með þrennu í sjöunda sigrinum í röð Brooklyn Nets unnu sinn sjöunda leik í röð og Sacramento Kings töpuðu sínum áttunda leik í röð þegar Brooklyn vann 127-118 í nótt. James Harden skoraði þrennu í leiknum, í sjötta sinn eftir komuna til Brooklyn, en hann gerði 29 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar. Brooklyn er nú með 21 sigur líkt og Philadelphia 76ers á toppi austurdeildar en hefur tapað einum leik meira, eða alls 12 leikjum. Úrslit næturinnar: Cleveland 112-111 Atlanta Orlando 93-105 Detroit Brooklyn 127-118 Sacramento New York 106-114 Golden State Toronto 102-109 Philadelphia Dallas 110-107 Boston Milwaukee 139-112 Minnesota Denver 111-106 Portland LA Clippers 135-116 Washington NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Doncic skoraði 31 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar en hluta af frábærum tilþrifum hans má sjá hér að neðan. LUKA. CLUTCH. MAGIC.@luka7doncic (31 PTS, 10 REB, 8 AST) buries back-to-back HUGE threes to win it for the @dallasmavs! pic.twitter.com/cPkF2wrdu7— NBA (@NBA) February 24, 2021 Leikmenn Boston höfðu gert vel í að vinna upp 11 stiga forskot á síðustu þremur mínútum leiksins og Jaylen Brown náði að koma liðinu yfir á lokamínútunni. Doncic svaraði því með þristi þegar 15,3 sekúndur voru eftir en Brown, sem skoraði 29 stig, jafnaði metin í næstu sókn. Sigurkarfa Doncic kom svo talsvert utan þriggja stiga línunnar, þegar 0,1 sekúnda var eftir. „Þetta er bara eitthvað sem að ég geri og hef reynt að gera,“ sagði Doncic. Hann klikkaði á þriggja stiga skoti undir lok leiks í 121-118 tapi gegn Portland Trail Blazers fyrir tíu dögum. „Stundum hittir maður ekki, eins og í leiknum við Portland. Stundum hittir maður,“ sagði Doncic sem verður 22 ára á sunnudaginn. Dallas er nú í 9. sæti vesturdeildar með 15 sigra og 15 töp en Boston er í 6. sæti austurdeildar með 15 sigra og 16 töp. Harden með þrennu í sjöunda sigrinum í röð Brooklyn Nets unnu sinn sjöunda leik í röð og Sacramento Kings töpuðu sínum áttunda leik í röð þegar Brooklyn vann 127-118 í nótt. James Harden skoraði þrennu í leiknum, í sjötta sinn eftir komuna til Brooklyn, en hann gerði 29 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar. Brooklyn er nú með 21 sigur líkt og Philadelphia 76ers á toppi austurdeildar en hefur tapað einum leik meira, eða alls 12 leikjum. Úrslit næturinnar: Cleveland 112-111 Atlanta Orlando 93-105 Detroit Brooklyn 127-118 Sacramento New York 106-114 Golden State Toronto 102-109 Philadelphia Dallas 110-107 Boston Milwaukee 139-112 Minnesota Denver 111-106 Portland LA Clippers 135-116 Washington
Cleveland 112-111 Atlanta Orlando 93-105 Detroit Brooklyn 127-118 Sacramento New York 106-114 Golden State Toronto 102-109 Philadelphia Dallas 110-107 Boston Milwaukee 139-112 Minnesota Denver 111-106 Portland LA Clippers 135-116 Washington
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira