Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:30 Tryggvi Snær Hlinason og Jón Axel Guðmundsson léku mjög vel með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppninni. Hér eru þeir í leiknum á móti Lúxemborg. fiba.basketball Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5% Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira