Körfubolti

Keflavík kláraði Skallagrím í fjórða leikhluta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Morillo í baráttunni gegn Haukum fyrr í vetur.
Morillo í baráttunni gegn Haukum fyrr í vetur. vísir/hulda margrét

Keflavík heimsótti Skallagrím í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir höfðu að lokum betur eftir góða frammistöðu í síðasta leikhlutanum. 

Skallagrímur lét topplið Keflavíkur hafa vel fyrir hlutunum en staðan í hálfleik var 33-25, Skallagrími í vil.  

Borgnesingar leiddu áfram eftir þrjá leikhluta og höfðu átta stiga forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn fór í gang.

Þá stiga Keflavíkurkonur á bensíngjöfina og náðu að kreista fram fjögurra stiga sigur, 67-71. 

Daniela Wallen Morillo var allt í öllu í liði Keflavíkur eins og stundum áður en hún gerði 24 stig og reif niður 21 frákast ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.

Keira Robinson var atkvæðamest í liði Borgnesinga með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.