Körfubolti

NBA dagsins: Meistararnir töpuðu í framlengingu og fátt virðist stöðva Utah

Sindri Sverrisson skrifar
Bradley Beal sýndi flott tilþrif gegn LA Lakers í nótt.
Bradley Beal sýndi flott tilþrif gegn LA Lakers í nótt. Getty/Katelyn Mulcahy

LeBron James klikkaði á vítaskoti sem hefði getað tryggt LA Lakers sigur í nótt, sem og þriggja stiga skoti í lok framlengingarinnar, í 127-124 tapi gegn Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan en um er að ræða þriðja tap meistara Lakers í röð og fimmta sigur Washington. Bradley Beal og Russell Westbrook sýndu flott tilþrif í framlengingunni, eins og sjá má, en Beal skoraði 33 stig í leiknum og Westbrook 32. James var stigahæstur Lakers með 31 stig.

Klippa: NBA dagsins 23. febrúar

Sex leikir voru á dagskrá í nótt og má sjá bestu tilþrif næturinnar í samantektinni hér að ofan, sem og svipmyndir úr sigri Washington og úr leik Utah Jazz gegn Charlotte Hornets.

Leikmenn Utah Jazz stöldruðu ekki lengi við tapið gegn LA Clippers og eru með langbestu stöðuna af öllum liðum, 25 sigra og 6 töp. Í nótt, gegn Charlotte, gerðu varamennirnir útslagið með 19 þriggja stiga körfum. Utah vann lokaleikhlutann 41-20 og leikinn samtals 132-110.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×