Körfubolti

NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið

Sindri Sverrisson skrifar
Giannis Antetokounmpo keyrir að körfunni í leiknum við New Orleans Pelicans.
Giannis Antetokounmpo keyrir að körfunni í leiknum við New Orleans Pelicans. Getty/Stacy Revere

Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom.

Milwaukee vann leikinn 129-125. Brandon Ingram og Eric Bledsoe klikkuðu báðir á þriggja stiga skoti til að jafna leikinn, og þó að Zion Williamson næði að stela boltanum þegar 12 sekúndur voru eftir tókst New Orleans ekki að gera sér mat úr því, eins og sjá má hér að neðan.

Antetokounmpo innsiglaði sigurinn af vítalínunni með sínu 38. stigi í blálokin.

Klippa: NBA dagsins 26. febrúar

Það var einnig mikil spenna í leik Washington Wizards og Denver Nuggets þar sem Washington vann að lokum 112-110. Bradley Beal skoraði 33 stig fyrir Washington en Jamal Murray 34 fyrir Denver.

Denver fékk frábært tækifæri til að jafna metin í lokin en liðið spilaði þess í stað upp á þriggja stiga tilraun til sigurs sem klikkaði.

Svipmyndir úr leiknum og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í myndbandinu hér að ofan.

NBA

Tengdar fréttir

Antetokounmpo vann spennandi uppgjör við Williamson

Gríska undrið Giannis Antetokounmpo hafði á ný betur gegn Zion Williamson í uppgjöri þeirra þegar Milwaukee Bucks unnu 129-125 sigur á New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×