Körfubolti

Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukur Helgi í leik gegn Barcelona.
Haukur Helgi í leik gegn Barcelona. vísir/getty

Þrír Íslendingar komu við sögu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Það var boðið upp á Íslendingaslag í hádeginu þegar Martin Hermannsson og félagar í Valencia heimsóttu Hauk Helga Pálsson og félaga í MoraBanc Andorra.

Leiknum lauk með sigri heimamanna, 84-72.

Haukur Helgi skoraði fimm stig og tók fimm fráköst á þeim átján mínútum sem hann spilaði. Martin spilaði rúmar þrettán mínútur og skoraði fjögur stig auk þess að gefa þrjár stoðsendingar.

Þá er nýlokið leik Zaragoza og Real Betis sem lauk með þriggja stiga sigri Zaragoza. Miðherjinn stóri og stæðilegi, Tryggvi Snær Hlinason, spilaði nítján mínútur og skilaði niður fimm stigum auk þess að taka þrjú fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.