Rekinn eftir tap í New York Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 07:30 Ryan Saunders er ekki lengur þjálfari Minnesota Timberwolves. Getty/Michael Reaves Minnesota Timberwolves eru með versta árangurinn í NBA-deildinni á þessari leiktíð og hafa nú rekið þjálfara sinn. Liðið tapaði 103-99 gegn New York Knicks í gær og hefur aðeins unnið sjö leiki en tapað 24 í vetur. Ryan Saunders varð yngsti þjálfarinn í deildinni þegar hann tók við Minnesota árið 2019, 33 ára gamall. Undir hans stjórn vann liðið alls 43 leiki en tapaði 94. Forráðamenn Minnesota hafa samkvæmt The Athletic þegar gengið frá ráðningu eftirmanns Saunders. Sá heitir Chris Finch og er aðstoðarþjálfari Toronto Raptors. Finch er fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins en hefur þjálfað í NBA-deildinni frá árinu 2011. Knicks eru eftir sigurinn í 7. sæti austurdeildar með 15 sigra en 16 töp, en sex efstu liðin komast beint í úrslitakeppnina og liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö sæti í úrslitakeppninni. Boston missti niður 24 stiga forskot Boston Celtics eru í sætinu fyrir ofan Knicks en þeir köstuðu frá sér 24 stiga forskoti gegn New Orleans Pelicans í gær. New Orleans vann í framlengingu, 120-115. Boston komst í 79-55 í þriðja leikhluta en varð að lokum að sætta sig við tap. Brandon Ingram skoraði 33 stig fyrir New Orleans, þar á meðal þriggja stiga körfu þegar 33 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist ráða úrslitum. Zion Williamson skoraði 24 af 28 stigum sínum eftir fyrri hálfleik, og tók 10 fráköst. Jayson Tatum skoraði 32 stig og tók 9 fráköst fyrir Boston og Jaylen Brown skoraði 25. Úrslitin í gær: New Orleans 120-115 Boston Cleveland 101-117 Oklahoma Orlando 105-96 Detroit Toronto 110-103 Philadelphia New York 103-99 Minnesota Atlanta 123-115 Denver LA Clippers 108-112 Brooklyn Milwaukee 128-115 Sacramento NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Ryan Saunders varð yngsti þjálfarinn í deildinni þegar hann tók við Minnesota árið 2019, 33 ára gamall. Undir hans stjórn vann liðið alls 43 leiki en tapaði 94. Forráðamenn Minnesota hafa samkvæmt The Athletic þegar gengið frá ráðningu eftirmanns Saunders. Sá heitir Chris Finch og er aðstoðarþjálfari Toronto Raptors. Finch er fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins en hefur þjálfað í NBA-deildinni frá árinu 2011. Knicks eru eftir sigurinn í 7. sæti austurdeildar með 15 sigra en 16 töp, en sex efstu liðin komast beint í úrslitakeppnina og liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö sæti í úrslitakeppninni. Boston missti niður 24 stiga forskot Boston Celtics eru í sætinu fyrir ofan Knicks en þeir köstuðu frá sér 24 stiga forskoti gegn New Orleans Pelicans í gær. New Orleans vann í framlengingu, 120-115. Boston komst í 79-55 í þriðja leikhluta en varð að lokum að sætta sig við tap. Brandon Ingram skoraði 33 stig fyrir New Orleans, þar á meðal þriggja stiga körfu þegar 33 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist ráða úrslitum. Zion Williamson skoraði 24 af 28 stigum sínum eftir fyrri hálfleik, og tók 10 fráköst. Jayson Tatum skoraði 32 stig og tók 9 fráköst fyrir Boston og Jaylen Brown skoraði 25. Úrslitin í gær: New Orleans 120-115 Boston Cleveland 101-117 Oklahoma Orlando 105-96 Detroit Toronto 110-103 Philadelphia New York 103-99 Minnesota Atlanta 123-115 Denver LA Clippers 108-112 Brooklyn Milwaukee 128-115 Sacramento
New Orleans 120-115 Boston Cleveland 101-117 Oklahoma Orlando 105-96 Detroit Toronto 110-103 Philadelphia New York 103-99 Minnesota Atlanta 123-115 Denver LA Clippers 108-112 Brooklyn Milwaukee 128-115 Sacramento
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira