Það besta við leikinn var hvað hann þurfti að spila LeBron James lítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 07:31 Leikmenn Golden State Warriors reyna hér að stoppa LeBron James í nótt en án árangurs. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers er aðeins að rétta úr kútnum eftir slæman kafla og átti ekki í miklum vandræðum með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James lék í nótt sinn 1300. deildarleik í NBA og skoraði þá 19 stig í léttum 117-91 sigri Los Angeles Lakers á Golden State Warriors. Þetta var annar sigur Lakers í röð en liðið hafði tapað fimm af sex leikjum sínum þar á undan eða eftir að Anthony Davis meiddist. LeBron shoots the gap.. and he's off! 16-4 @Lakers run to end Q1 on ESPN pic.twitter.com/jMOKE3GIZt— NBA (@NBA) March 1, 2021 „Byrjunarliðsmennirnir okkar léku frábærlega. Þeir voru einbeittir á það að passa upp á klára sitt á móti liði sem stal sigrinum af okkur síðast,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Lakers. Lakers vann fyrsta leikhlutann 41-21 og var 29 stigum yfir í hálfleik, 73-44. LeBron þurfti því bara að spila 24 mínútur. Vogel þjálfari sagði það hafa verið eitt það besta við leikinn. Markieff Morris og Alex Caruso voru báðir með 13 stig og Kyle Kuzma skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Eric Paschall skoraði 18 stig fyrir lið Golden State og Stephen Curry var með 16 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan leik. Draymond Green meiddist á ökkla í öðrum leikhlutanum og spilaði ekki eftir það. @Giannis_An34's slam and reax from EVERY ANGLE!36 PTS | 17 in 4Q | 5 straight @Bucks Ws pic.twitter.com/CStltDT8ng— NBA (@NBA) March 1, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í endurkomusigri Milwaukee Bucks á Los Angeles Clippers en Bucks liðið vann lokaleikhlutann 28-19. Khris Middleton var með 19 stig og 8 stoðsendingar en Kawhi Leonard skoraði 25 stig fyrir Clippers. Þetta var fimmti stigur Milwaukee Bucks í röð. #NBAAllStar duel in Boston! @jaytatum0: 31 PTS, game-winner@RealDealBeal23: 46 PTS pic.twitter.com/MpyBCg0FFC— NBA (@NBA) March 1, 2021 Jayson Tatum skoraði 31 stig í 111-110 sigri Boston Celtics á Washington Wizards þar á meðal tvær körfur á síðustu fimmtán sekúndum leiksins. Celtics vann þar með tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan í janúar. Liðið lifði það af að Bradley Beal skoraði 46 stig fyrir Wizards. @DevinBook heats up for a season-high 4 3 to lift the @Suns! pic.twitter.com/tBke4u3b5Y— NBA (@NBA) March 1, 2021 Devin Booker var með 21 af 43 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Phoenix Suns vann 118-99 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fjórtándi sigur liðsins í síðustu sautján leikjum. DeAndre Ayton var með 22 stig og 10 fráköst og Chris Paul skoraði 11 stig og gaf 15 stoðsendingar. P.J. Washington skoraði 42 stig á 42 mínútum og LaMelo Ball var með 24 stig og 12 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann 127-126 sigur á Sacramento Kings. Kings liðið var átta stigum yfir, 123-115, þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum en Hornets menn unnu síðustu 53 sekúndurnar 12-3. Julius powers @nyknicks to 3 in a row! @J30_RANDLE: 25 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/Q4TuZiSOGN— NBA (@NBA) March 1, 2021 Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127 NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
LeBron James lék í nótt sinn 1300. deildarleik í NBA og skoraði þá 19 stig í léttum 117-91 sigri Los Angeles Lakers á Golden State Warriors. Þetta var annar sigur Lakers í röð en liðið hafði tapað fimm af sex leikjum sínum þar á undan eða eftir að Anthony Davis meiddist. LeBron shoots the gap.. and he's off! 16-4 @Lakers run to end Q1 on ESPN pic.twitter.com/jMOKE3GIZt— NBA (@NBA) March 1, 2021 „Byrjunarliðsmennirnir okkar léku frábærlega. Þeir voru einbeittir á það að passa upp á klára sitt á móti liði sem stal sigrinum af okkur síðast,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Lakers. Lakers vann fyrsta leikhlutann 41-21 og var 29 stigum yfir í hálfleik, 73-44. LeBron þurfti því bara að spila 24 mínútur. Vogel þjálfari sagði það hafa verið eitt það besta við leikinn. Markieff Morris og Alex Caruso voru báðir með 13 stig og Kyle Kuzma skoraði 12 stig og tók 11 fráköst. Eric Paschall skoraði 18 stig fyrir lið Golden State og Stephen Curry var með 16 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan leik. Draymond Green meiddist á ökkla í öðrum leikhlutanum og spilaði ekki eftir það. @Giannis_An34's slam and reax from EVERY ANGLE!36 PTS | 17 in 4Q | 5 straight @Bucks Ws pic.twitter.com/CStltDT8ng— NBA (@NBA) March 1, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar í endurkomusigri Milwaukee Bucks á Los Angeles Clippers en Bucks liðið vann lokaleikhlutann 28-19. Khris Middleton var með 19 stig og 8 stoðsendingar en Kawhi Leonard skoraði 25 stig fyrir Clippers. Þetta var fimmti stigur Milwaukee Bucks í röð. #NBAAllStar duel in Boston! @jaytatum0: 31 PTS, game-winner@RealDealBeal23: 46 PTS pic.twitter.com/MpyBCg0FFC— NBA (@NBA) March 1, 2021 Jayson Tatum skoraði 31 stig í 111-110 sigri Boston Celtics á Washington Wizards þar á meðal tvær körfur á síðustu fimmtán sekúndum leiksins. Celtics vann þar með tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan í janúar. Liðið lifði það af að Bradley Beal skoraði 46 stig fyrir Wizards. @DevinBook heats up for a season-high 4 3 to lift the @Suns! pic.twitter.com/tBke4u3b5Y— NBA (@NBA) March 1, 2021 Devin Booker var með 21 af 43 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Phoenix Suns vann 118-99 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fjórtándi sigur liðsins í síðustu sautján leikjum. DeAndre Ayton var með 22 stig og 10 fráköst og Chris Paul skoraði 11 stig og gaf 15 stoðsendingar. P.J. Washington skoraði 42 stig á 42 mínútum og LaMelo Ball var með 24 stig og 12 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann 127-126 sigur á Sacramento Kings. Kings liðið var átta stigum yfir, 123-115, þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum en Hornets menn unnu síðustu 53 sekúndurnar 12-3. Julius powers @nyknicks to 3 in a row! @J30_RANDLE: 25 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/Q4TuZiSOGN— NBA (@NBA) March 1, 2021 Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127
Úrslit leikja í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 117-91 Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 105-100 Boston Celtics - Washington Wizards 111-110 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 99-118 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 84-133 Miami Heat - Atlanta Hawks 109-99 Detriot Pistons - New York Knicks 90-109 Sacramento Kings - Charlotte Hornets 126-127
NBA Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira