Fleiri fréttir

Keflavík og KR í lykilstöðu fyrir leiki kvöldsins

Í kvöld gæti ráðist hvaða lið muni leika til úrslita í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Keflavík og KR fá þar heimaleiki gegn Haukum og Grindavík og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld.

TCU komst ekki í NCAA-mótið

TCU, háskólalið Helenu Sverrisdóttur, fékk ekki boð um að leika í NCAA-úrslitakeppninni þar sem 64 bestu skólar landsins koma saman og leika samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi.

Justin Shouse valinn bestur

Úrvalslið Iceland Express deildar karla fyrir síðustu sjö umferðir deildarkeppninnar var valið nú í hádeginu. Snæfell á besta leikmanninn og besta þjálfarann.

Þórsarar í úrslitakeppnina

Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Akureyri vann góðan sigur á Snæfelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni.

Fjórir leikir í beinni

Stefnt er að því að hafa fjóra leiki í lokaumferð Iceland Express deildar karla í beinni lýsingu á heimasíðu KKÍ í kvöld.

NBA í nótt: Boston vann meistarana

Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik.

Keflavík í bílstjórasætinu

Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

Haukar - Keflavík í beinni á netinu

Heimasíða KKÍ ætlar að vera með beina lýsingu frá leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

KR í lykilstöðu gegn Grindavík

KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

Houston - LA Lakers í beinni á NBA TV

Stórleikur Houston Rockets og LA Lakers um toppsætið í Vesturdeildinni er sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hófst klukkan 19:30 en lið Houston hefur unnið 21 leik í röð í deildinni.

Meistararnir töpuðu - Orlando í úrslitakeppnina

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar San Antonio töpuðu fimmta leiknum sínum í röð á útivelli þegar þeir lágu fyrir Philadelphia 103-96. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð og vantar liðið nú aðeins einn sigur til að komast í 50% vinningshlutfall.

Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Maðurinn er puttabrotinn

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver fann sig knúinn til að leiðrétta fjölmiðlamann í nótt þegar hann var að tala um meiðsli bakvarðarins Allen Iverson.

Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

TCU tapaði í undanúrslitum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU þurftu að sætta sig við tap gegn San Diego í undanúrslitum Mountain West deildarinnar í nótt 69-67 í hörkuleik.

Meiðsli Allen koma á slæmum tíma fyrir Boston

Stórskyttan Ray Allen hjá Boston þurfti að fara meiddur af velli í fyrsta leikhlutanum í tapleik liðsins gegn Utah á heimavelli í nótt. Hann er tæpur fyrir næsta leik Boston og segja má að meiðsli hans komi á slæmum tíma fyrir þá grænklæddu.

Gasol missir af næstu þremur leikjum

Spánverjinn Pau Gasol getur ekki spilað með liði LA Lakers næstu þrjá leikina í það minnsta eftir að hann sneri sig á ökkla í tapinu gegn New Orleans í nótt. Þetta þýðir að þrír af miðherjum Lakers-liðsins eru á meiðslalista.

21 sigur í röð hjá Houston

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar.

KR vann Grindavík

KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

Keflavík deildarmeistari

Keflavík vann í kvöld sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 84-76, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla.

Keflavík getur orðið deildarmeistari í kvöld

Ef Keflavík vinnur Skallagrím í Borgarnesi í kvöld tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Það er annars nóg um að vera í körfunni í kvöld.

LeBron James prýðir forsíðu Vogue

Körfuboltastjarnan LeBron James fær þann heiður í næsta mánuði að prýða forsíðu glanstímaritsins Vogue. Hann verður aðeins þriðji karlinn til að prýða forsíðu blaðsins auk þeirra George Clooney og Richard Gere.

Kannast ekki við að hafa klikkað fyrir utan

Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík fór gjörsamlega hamförum í gærkvöldi þegar Grindvíkingar lögðu Þórsara á heimavelli í Iceland Express deildinni. Hann skoraði 34 af 36 stigum sínum í síðari hálfleik.

Phoenix lagði Golden State

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og voru þeir allir nokkuð spennandi.

Oden æfði með Portland

Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni.

Fjórir leikir í körfunni í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ljóst að þar verður mikil spenna enda eru þetta fyrstu leikirnir í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma

Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni.

Drejer leggur skóna á hilluna

Danska landsliðið í körfubolta varð fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar Christian Drejer tilkynnti að hann væri hættur að stunda körfubolta vegna meiðsla aðeins 25 ára að aldri. Drejer er einn besti körfuboltamaður Dana fyrr og síðar.

Helena og félagar áfram í úrslitakeppninni

TCU, lið Helenu Sverrisdóttur í bandaríska háskólaboltanum, vann í nótt fyrsta leik sinn í úrslitakeppninni í Mountain West deildinni. Liðið lagði Air Force skólann 60-47 og skoraði Helena 6 stig í leiknum.

Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar.

Frábær sigur Lottomatica á Barcelona

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig er Lottomatica Roma vann frábæran sigur á Barcelona á heimavelli, 68-63, í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Leikjaplanið í úrslitakeppni kvenna

Nú er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppni kvenna í Iceland Express deildinni sem hefst á föstudaginn. Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Haukar sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Nelson verður áfram með Warriors

Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan.

Pierce er verðmætasti leikmaðurinn

Kevin Garnett var einn þeirra sem framan af vetri voru taldir líklegastir til að verða útnefndir verðmætasti leikmaðurinn í NBA deildinni. Sá sem hlaut nafnbótina árið 2004 er hinsvegar ekki í vafa um hver eigi þann heiður skilinn í vor.

Lakers á toppinn í Vesturdeildinni

Los Angeles Lakers komst aftur á toppinn í Vesturdeildinni í NBA í nótt þegar liðið vann sigur á Toronto Raptors 117-108 á heimavelli. Alls voru sex leikir á dagskrá í nótt.

Lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA

Eins og fram kom hér á Vísi í morgun er lið Houston Rockets í NBA deildinni á þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA deildinni með 19 sigra í röð.

Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston

Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA.

Wade spilar ekki meira á leiktíðinni

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat kemur ekki meira við sögu hjá liðinu á tímabilinu. Hann hefur átt við margvísleg meiðsli að stríða undanfarin tvö ár, en hnémeiðsli gera það að verkum að hann missir af síðustu 20 leikjum liðsins í vetur.

Nowitzki vill meira

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu Dallas Mavericks. Hann segist ánægður með áfangann en þráir ekkert heitar en að vinna meistaratitil með félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir