Körfubolti

Ármann/Þróttur náði fjórða sætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ármann/Þróttur náði í kvöld fjórða sætinu í 1. deild karla eftir sigur á Þrótti í Vogum en Haukar töpuðu á heimavelli fyrir FSu.

Ármann/Þróttur vann öruggan sigur á Þrótti, 110-77, en Haukar töpuðu fyrir FSu, 104-81.

Bæði Ármann/Þróttur og Haukar eru nú með 20 stig en fyrrnefnda liðið hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna og náði því fjórða sætinu.

Breiðablik var þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni en liðið vann Hött á útivelli í kvöld, 98-79.

Eitt lið fylgir Blikum í efstu deild en liðin í 2.-5. sæti fara í úrslitakeppni um það lausa sæti. FSu varð í öðru sæti með 26 stig en Valur í því þriðja en Valur vann í kvöld Reyni í Sandgerði, 89-77.

Þetta þýðir að FSu mætir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Valur mætir Ármanni/Þrótti.

Að síðustu vann KFÍ lið Þórs í Þorlákshöfn, 92-91.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×