Fleiri fréttir

Helena með níu stig í nótt

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir CTU í nótt þegar liðið vann BYU 72-61. Þetta var síðasti deildarleikur CTU en framundan er úrslitakeppni um næstu helgi.

NBA í nótt: Houston á sigurbraut

Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt.

KR heldur öðru sætinu

Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan.

Fögnuðu deildameistaratitlinum með stæl

Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.

Snæfell lagði Grindavík

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfibolta í kvöld. Stórleikurinn var í Stykkshólmi þar sem heimamenn í Snæfelli lögðu Grindavík í miklum spennuleik 75-72. Þá unnu Þórsarar auðveldan sigur á Fjölni 106-81 fyrir norðan og eru svo gott sem öruggir í úrslitakeppnina.

Phoenix - Utah í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með toppleik í beinni útsendingu frá NBA deildinni klukkan 2 í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Utah Jazz. Þetta eru tvö lið í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni.

Njarðvík burstaði Skallagrím - Hamarsmenn fallnir

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, en nú er spennan heldur betur farin að magnast enda stutt eftir af deildakeppninni. Lið Hamars úr Hveragerði varð að sætta sig við fall úr deildinni í kvöld eftir tap gegn KR.

Helena með níu stig í sigri TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði í nótt níu stig fyrir lið sitt, TCU, sem vann sigur á Air Force í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, 85-50.

Keflavík deildarmeistari

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á KR 90-59. Haukar unnu góðan sigur á bikarmeisturum Grindavíkur 87-73 og þá vann Hamar sigur á Val 81-66.

Blikar í úrvalsdeildina

Breiðablik komst í kvöld upp í Iceland Express deildina en liðið vann Val í spennandi leik 64-62. Þessi sigur tryggði Blikum sigur í 1. deildinni en liðið hefur unnið 15 af 16 leikjum sínum í vetur.

NBA í nótt: Utah vann Dallas

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem Utah vann góðan sigur á Dallas en New York tapaði enn einum leiknum.

James með 37 stig í sigri á Chicago

LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig.

Bosh verður frá keppni í viku

Framherjinn Chris Bosh hjá Toronto Raptors mun líklega missa af þremur næstu leikjum liðsins á keppnisferðalagi þess vegna hnémeiðsla. Meiðslin eru ekki sögð alvarleg en hann missir af leikjum gegn Charlotte, Orlando og Miami ef af þessu verður.

Fínn leikur hjá Helenu í stórsigri TCU

Helena Sverrisdóttir átti skínandi leik þegar lið hennar TCU í háskólaboltanum burstaði UNLV skólann 87-57 í nótt. Helena skoraði 15 stig og hirti 6 fráköst í leiknum og er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 10 sigra og aðeins 3 töp.

NBA: Átta í röð hjá Spurs

Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia.

Grétar í byrjunarliði Bolton

Grétar Rafn Steinsson er að venju í byrjunarliði Bolton þegar liðið tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 13:30. Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi Bolton vegna meiðsla.

Enn vinnur Houston

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland.

Brynjar bjargaði KR -Keflavík tapaði fyrir botnliðinu

Brynjar Björnsson forðaði Íslandsmeisturum KR frá kinnroða í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins í naumum 106-105 sigri á Stjörnunni í Iceland Express deild karla. Keflvíkingar voru ekki jafn heppnir og þurftu að sætta sig við tap gegn botnliði Hamars í Hveragerði 94-88.

Jón Arnar ánægður með sína menn

ÍR-ingar hafa heldur betur látið til sín taka í Iceland Express deildinni undanfarið og fylgdu eftir góðum sigri á Íslandsmeisturunum með því að leggja Grindvíkinga á útivelli í gærkvöldi.

Bynum spilar tæplega í mars

Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins.

Jonathan Griffin látinn fara frá Grindavík

Grindvíkingar hafa ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Jonathan Griffin fara frá liðinu og hafa í hans stað samið við landa hans Jamaal Williams sem er kraftframherji. Þessi ráðstöfun Grindvíkinga kemur nokkuð á óvart því Griffin var búinn að leika vel í vetur.

Cassell laus frá Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur verið leystur undan samningi sínum við lið LA Clippers í NBA deildinni og reiknað er með því að hann gangi í raðir Boston Celtics fljótlega. Þá er fastlega reiknað því því að Brent Barry muni ganga aftur í raðir San Antonio Spurs eftir að hafa verið skipt til Seattle og látinn fara þaðan.

Charles Barkley framlengir við TNT

Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum.

Jón Arnór meiddist í gær

Jón Arnór Stefánsson meiddist lítillega í tapi Lottomatica Roma fyrir Barcelona í spænsku deildinni í gærkvöldi. Jón spilaði aðeins 15 mínútur en teygði á magavöðva. Meiðslin eru væntanlega ekki alvarleg. Karfan.is greindi frá þessu í dag.

Tíu sigrar í röð hjá Lakers

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann tíunda leik sinn í röð, San Antonio skellti Dallas í Texaseinvíginu og Devin Harris átti frábæra frumraun með New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee.

Óvænt tap Skallagríms á heimavelli

Skallagrímur féll í sjötta sæti Iceland Express deildar karla í kvöld er liðið tapaði mjög óvænt fyrir Þór frá Akureyri á heimavelli.

Sigurganga TCU stöðvuð í Utah

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í TCU háskólaliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir efsta liðinu Mountain West deildinni í nótt 68-53 í Salt Lake City. TCU hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn, en lið Utah hefur ekki tapað leik í vetur.

James setti met í tapi Cleveland

Hinn ótrúlegi LeBron James hjá Cleveland Cavaliers varð í nótt yngsti maðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 10,000 stig á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig í 92-87 tapi fyrir Boston Celtics.

Keflavík burstaði Hauka

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar, Keflavík, vann stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.

KR vann Reykjavíkurslaginn

Það var Reykjavíkurslagur í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur og KR mættust í Vodafonehöllinni. KR vann í hörkuleik 70-73 en liðið hafði ellefu stiga forystu í hálfleik.

Yao Ming frá út tímabilið

Ljóst er að kínverski risinn Yao Ming leikur ekki meira með á þessu tímabili í NBA deildinni. Þetta er mikið áfall fyrir lið Houston Rockets sem hefur unnið tólf síðustu leiki sína í deildinni.

Cassell er að reyna að fá sig lausan

Gamla brýnið Sam Cassell hjá LA Clippers er nú að reyna að fá sig lausan undan samningi og hefur hug á að ganga í raðir liðs sem á möguleika á að vinna meistaratitilinn í sumar.

Kobe Bryant: Ég vildi aldrei fara

Kobe Bryant hefur lýst því yfir að hann sé feginn að aldrei varð neitt úr því að hann færi frá LA Lakers eins og hann hótaði í sumar. Eftir að hafa verið miðlungslið undanfarin ár er Lakers-liðið nú orðið eitt það besta í NBA deildinni.

Skoruðu 5 stig í 1. leikhluta en unnu samt

Meistarar San Antonio Spurs voru ansi lengi í gang í leik sínum við Atlanta á heimavelli í nótt og settu félagsmet ðeins 5 stig í fyrsta leikhlutanum. Það kom þó ekki að sök því heimamenn unnu sigur 89-74.

Detroit valtaði yfir Phoenix á útivelli

Flestir reiknuðu með æsispennandi leik þegar Phoenix tók á móti Detroit í stórleik næturinnar í NBA deildinni en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Detroit vann með fádæma yfirburðum 116-86 og stöðvaði 11 leikja sigurgöngu Phoenix gegn liðum úr Austurdeildinni.

Snæfell bikarmeistari

Snæfellingar urðu bikarmeistarar með sigri á Fjölni 109-85 í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Snæfell vinnur þennan titil.

Grindavík bikarmeistari kvenna í fyrsta sinn

Grindavík er bikarmeistari í kvennaflokki í körfubolta. Liðið vann sigur á Haukum 77-67 í ansi sveiflukenndum úrslitaleik í Laugardalshöll. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Grindavíkur í kvennaflokki.

Sjá næstu 50 fréttir