Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma 13. mars 2008 14:10 Tim Duncan og David Robinson NordcPhotos/GettyImages Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira