Körfubolti

KR vann Grindavík

Það var hart barist í leiknum í kvöld.
Það var hart barist í leiknum í kvöld. Mynd/Valli

KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

Staðan í hálfleik var 37-28, KR í vil en Grindavík náði að minnka muninn í þrjú stig í upphafi síðari hálfleiks, 39-36. Þá kom góður sprettur hjá KR þar sem liðið skoraði þrettán stig gegn engu og eftir það var sigurinn aldrei í hættu.

Hildur Sigurðardóttir átti stórleik í liði KR og skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Candace Futrell skoraði 22 stig og Guðrún Ósk Ámundadóttir átti mjög góða innkomu af bekknum og skoraði fjórtán stig.

Hjá Grindavík var Tiffany Roberson 20 stig og tók fjórtán fráköst. Íris Sverrisdóttir skoraði fjórtán stig á aðeins sautján mínútum.

Liðin mætast öðru sinni í Grindavík á sunnudaginn klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×