Körfubolti

TCU komst ekki í NCAA-mótið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU.
Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU. Mynd/TCU/Keith Robinson

TCU, háskólalið Helenu Sverrisdóttur, fékk ekki boð um að leika í NCAA-úrslitakeppninni þar sem 64 bestu skólar landsins koma saman og leika samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi.

TCU varð í öðru sæti í sinni deild, Mountain West, en tapaði afar óvænt í undanúrslitum í úrslitakeppninni deildarinnar um síðustu helgi. Undanfarin sjö ár hefur TCU komist í keppnina.

Skólanum var þó boðið að taka þátt í öðru móti, WNIT-keppninni, þar sem bestu skólum landsins sem komust ekki í NCAA-mótið er boðin þátttaka.

TCU kemst beint í aðra umferð kepninnar og mætir annað hvort Idaho State eða Boise State nú um helgina. Leikið verður á heimavelli TCU.

Helena var kjörin nýliði ársins í Mountain West-deildinni og hefur átt frábæru gengi að fagna á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×