Fleiri fréttir

Hópurinn klár fyrir landsleik dagsins

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Eistlandi í öðrum leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024. Liðin mætast í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í dag og hefst leikurinn 16:10. Verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.

Magdeburg Claar(t) í bátana

Sænski landsliðsmaðurinn Felix Claar hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þýskalandsmeistara Magdeburg.

Sautján ára nýliði í landsliðinu

Tveir nýliðar á táningsaldri eru í hópi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem mætir Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni fyrir HM í næsta mánuði.

Stór­leikur Golla dugði ekki gegn Svíum

Johannes Golla, leikmaður Flensburg, átti sannkallaðan stórleik fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta í kvöld. Því miður dugði það ekki til sigurs gegn Svíþjóð er þjóðirnar mættust í Evrópubikar EHF, lokatölur 37-33 Svíum í vil.

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri

Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu

„Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið.

Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum

„Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld.

Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús

„Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld.

Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar

Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“

„Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum.

Donni inn fyrir Ómar Inga

Kristján Örn Kristjánsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM síðar í þessum mánuði.

Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld.

Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. 

ÍBV vann öruggan sigur á HK

Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með HK í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV vann 13 marka útisigur, 18-31.

Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik.

Sjá næstu 50 fréttir