Handbolti

Útskýrðu grammið: Þegar Ásgeir hitti Drake og Logi passaði hús Arons Pálmars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson höfðu mjög gaman af.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson höfðu mjög gaman af. S2 Sport

Seinni bylgjan biður upp á fullt af skemmtilegum nýjungum í vetur og ein af þeim er að fá sérfræðinga sína til að rifja upp góða og gamla tíma á samfélagsmiðlum.

Sérfræðingar síðasta þáttar voru landsliðshetjurnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson sem léku lengi saman í atvinnumennsku.

„Við ætlum að fara í geggjaðan lið: Útskýrðu grammið. Hér eru menn að fara að útskýra Instagram myndir,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Ég vil ekki sá þetta,“ sagði Logi Geirsson þá í léttum tón. „Ég veit ekki hvaða mynd kemur fyrst,“ sagði Stefán Árni. „Ekki segja þetta,“ svaraði þá Logi.

Hér fyrir neðan má síðan sjá þá félaga fara yfir þessar myndir í meira gríni en alvöru.

Fyrsta myndin hans Ásgeirs Arnar var tekin baksviðs á tónleikum með Drake en þangað var okkar maður kominn í boði stórskyttunnar Mikkel Hansen þegar þeir léku saman hjá PSG.

Fyrsta myndina hans Loga var aftur á móti tekin í sundlauginni við hús Arons Pálmarssonar í Barcelona. Logi fékk það verkefni að gæta hússins og hundanna þegar Aron var á keppnisferðalagi.

Allir höfðu gaman að þessum myndum en það má sjá yfirferðina hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Útskýrðu grammið með Ásgeiri og Loga



Fleiri fréttir

Sjá meira


×