Handbolti

Tékkar ekki í neinum vandræðum með Eista

Atli Arason skrifar
Jurgen Rooba var markahæsti leikmaður Eistlands í dag.
Jurgen Rooba var markahæsti leikmaður Eistlands í dag. ERR Sport

Tékkar unnu öruggan átta marka sigur á Eistlandi í undankeppni EM 2024 í handbolta, 31-23. Bæði lið eru með Íslandi í riðli þrjú í undankeppninni.

Sigur Tékklands var aldrei í hættu en þeir leiddu leikinn alveg frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Tékkar bættu hægt og rólega í sitt forskot sem varð mest í tíu mörkum undir lok leiks.

Matej Havran, leikmaður Tékklands, var markahæsti leikmaður leiksins með sex mörk úr sjö tilraunum. Hjá Eistum var Jurgen Rooba atkvæðamestur með fjögur mörk úr níu skotum. (https://ticker.ehf.eu/v3/202411010102026#)

Tékkar fara því á topp riðils þrjú en Ísland og Ísrael mætast í hinum leik riðilsins seinna í kvöld. Í næstu umferð mæta Tékkar svo Ísrael á meðan Ísland fer í heimsókn til Eistlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×