Handbolti

Stefán: Áttræð móðir mín gerði lítið annað en að hrista hausinn

Dagur Lárusson skrifar
Stefán Arnarson, þjálfari Fram.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en telur liðið þó geta gert mun betur.

„Mér fannst við í fyrsta lagi getað spilað mikið mun betur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Stefán í viðtali við Vísis eftir leik, áður en hann bætti við.

„Í öðru lagi var móðir mín áttræð í dag. Hún var í stúkunni og hún gerði ekki neitt annað en að hrista hausinn. Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að segja, við unnum og ég er ánægður með það.”

Hafdís Renötudóttir, átti góðan leik í marki Fram en það var eitt af því fáa jákvæða sem Stefán gat minnst á.

„Ég var ósáttur með tapaða bolta í fyrri hálfleik en Hafdís átti stórkostlegan leik í markinu og það er það jákvæða í þessum leik,” sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×