Handbolti

Magdeburg Claar(t) í bátana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Felix Claar ætti að gera gott lið Magdeburg enn betra.
Felix Claar ætti að gera gott lið Magdeburg enn betra. getty/Christina Pahnke

Sænski landsliðsmaðurinn Felix Claar hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þýskalandsmeistara Magdeburg.

Claar kemur til Magdeburg frá Álaborg eftir þetta tímabil. Hann hefur leikið með danska liðinu síðan 2020 og varð meistari með því 2021 og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu sama ár.

Claar, sem leikur sem miðjumaður eða skytta vinstra megin, er lykilmaður í sænska landsliðinu og varð heimsmeistari með því í janúar á þessu ári.

Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Magdeburg þar sem þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í lykilhlutverkum. Magdeburg varð þýskur meistari á síðasta tímabili í fyrsta sinn í 21 ár og varð í 2. sæti í þýsku bikarkeppninni og EHF-bikarnum.

Hjá Magdeburg hittir hinn 25 ára Claar fyrir félaga sinn í sænska landsliðinu, örvhenta hornamanninn Daniel Pettersson. Þá hefur hægri skyttan Linus Persson verið orðaður við Magdeburg sem vantar varamann fyrir Ómar Inga þegar Kay Smits fer til Flensburg eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×