Handbolti

Díana Dögg næstmarka­hæst þegar Zwickau fór á­fram í bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Landsliðskonan Díana Dögg fór mikinn í kvöld.
Landsliðskonan Díana Dögg fór mikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Þýska handknattleiksfélagið Sachsen Zwickau vann tveggja marka útisigur á Göppingen í bikarkeppninni þar í landi í kvöld. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sex mörk í liði Zwickau og spilaði stóran þátt í að liðið komst áfram.

Leikurinn var jafn framan af og var staðan 12-12 í hálfleik. Þegar líða fór á síðari hálfleikinn tóku gestirnir forystuna. Mest náði Zwickau þriggja marka forystu en van a´endanum leikinn með tveggja marka mun, lokatölur 28-30.

Hin slóvenska Ema Hrvatin átti ótrúlegan leik í liði Zwickau og skoraði alls 12 mörk. Þar á eftir kom Díana Dögg með sex mörk. Sara Odden, fyrrverandi leikmaður Hauka, komast ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×