Handbolti

Valskonur áfram í Evrópubikarnum eftir frækinn sigur í Slóvakíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frábær ferð til Slóvakíu hjá Valskonum.
Frábær ferð til Slóvakíu hjá Valskonum. Vísir/Hulda Margrét

Valskonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Dunajská Streda í síðari leik liðanna í Evrópubikarkeppninni í handbolta í kvöld.

Báðir leikirnir í einvíginu fóru fram ytra, nánar tiltekið í Slóvakíu, og unnu heimakonur fyrri leikinn í gær með þriggja marka mun, 29-26, og því ljóst að krefjandi verkefni beið Valskvenna í kvöld.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og var staðan í leikhléi jöfn, 13-13.

Þegar líða fór á síðari hálfleik tóku Valskonur yfirhöndina og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 31-24, og tryggðu sér þar með áfram úr einvíginu.

Upplýsingar eru fengnar úr beinni textalýsingu af handbolti.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×