Hefði viljað sjá Lovísu þrauka lengur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 15:00 Lovísa Thompson stoppaði stutt við í Danmörku. vísir/hulda margrét Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, mun ekki hoppa hæð sína í loft upp ef Lovísa Thompson fer aftur í Val. Honum fannst hún gefast full fljótt upp á atvinnumennskunni. Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira