Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 21:59 Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Íslands í dag, gaf tóninn í byrjun og fagnar hér einu af sínum vörðu skotum. Vísir/Hulda Margrét „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira