Fleiri fréttir

Íslenska liðið spilar um sjöunda sætið

Íslenska stúlknalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í dag í fyrri leiknum í keppni um fimmta til áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu.

Íslenska liðið komið í átta liða úrslit

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem fram fer í Skopje í Norður-Makedónínu þessa dagana. 

Tryggðu sig inn í milliriðil með risasigri

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli á HM í Norður-Makedóníu með risasigri á Alsír í dag, 18-42.

Íslendingaslagur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar

Evrópska handknattleikssambandið EHF birti í dag leikjaniðurröðun riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Nokkrar áhugaverðar viðureignir munu eiga sér stað strax í fyrstu umferð, þar á meðal Íslendingaslagur Lomza Industria Kielce og HBC Nantes.

KA-menn semja við tvo uppalda leikmenn

Handboltadeild KA hefur framlengt samninga sína við þá Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat. Samningarnir við þessa uppöldu KA-menn eru báðir til tveggja ára.

„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“

Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum.

Evrópubikarkeppnin sendir Eyjamenn til Ísrael

ÍBV mun leika gegn ísraelska liðinu Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í morgun.

Ís­land tapaði gegn Slóveníu í víta­keppni

Íslenska U-20 ára landslið karla í handbolta tapaði fyrir Slóvenum á Evrópumóti 20 ára landsliða í handbolta rétt í þessu, 37-35. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Ítalir tóku toppsætið og Ísland mætir Slóvenum

Ítalir tryggðu sér toppsæti neðri milliriðils tvö, riðli okkar Íslendinga, með fimm marka sigri gegn Svartfellingum í dag á EM U20 ára landsliða í handbolta í dag, 31-26. Íslenska liðið hafnar því í öðru sæti riðilsins og mætir Slóvenum í leik sem ákvarðar hvort liðið leikur um 9. eða 11. sæti mótsins.

Íslensku strákarnir upp úr milliriðili eftir risasigur

Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið mætti Króatíu í seinni leik milliriðilsins á EM sem fram fer í Portúgal. Lokatölur 33-20, en sigurinn þýðir að íslenska liðið mun leika um 9.-12. sæti mótsins.

Berta Rut söðlar um til Danmerkur

Handboltakonan Berta Rut Harðardóttir hefur samið við danska félagið Holstebro Håndbold um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Framarar fá liðsstyrk frá Selfossi

Selfyssingurinn Alexander Már Egan mun leika með Fram á næsta tímabili í Olís-deildinni í handbolta. Alexander skrifar undir tveggja ára samning í Grafarholtinu.

Ítalía tryggði sér sigur gegn Íslandi með seinasta skoti leiksins

Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt eins marks tap er liðið mætti Ítalíu á EM U20 ára landsliða í Portúgal í dag. Lokatölur 27-26, en Ítalir skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að íslenska liðið hafði unnið upp sex marka forskot.

Færeyingar höfðu betur gegn Dönum í fyrsta skipti í sögunni

Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sögulegan sigur gegn Dönum er liðin mættust á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í handbolta í dag. Lokatölur 33-32, en Færeyskt landslið hefur aldrei áður unnið sigur gegn dönsku landsliði í keppnisleik.

Ætlum okkur stóra hluti en auð­vitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því

„Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta.

Nýliðarnir fá sænskan markvörð

Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við nýliða Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta og leika með liðinu næstu tvö árin.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.