Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 09:00 Selfyssingurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir reynir skot með klísturslausa boltanum. ihf Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn. Handbolti Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
HM U-18 ára kvenna í Norður-Makedóníu er fyrsta stórmótið þar sem notast er við klísturslausa boltann. Hann er mikið hjartans mál fyrir Dr. Hassan Moustafa, hinn þaulsetna og umdeilda forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF). Boltinn umræddi hefur allavega ekki truflað íslenska liðið mikið á HM en það er enn taplaust og þegar búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Árna Stefáni Guðjónssyni, sem þjálfar íslenska U-18 ára liðsins ásamt Ágústi Jóhannssyni, leist ekkert á blikuna þegar hann sá fyrstu æfingarnar með klísturslausa boltann. „Við vorum mjög stressaðir. Fyrstu 2-3 æfingarnar voru eins og sumir leikmenn hefðu ekki snert handbolta áður. En þær voru fljótar að venjast þessu,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Ráðið er víst að vera aðeins rakur á höndunum sem væri vanalega ekki gott í handbolta. Gripið virðist þá aðeins aukast. Við höfum ekki átt í teljandi vandræðum en hornamennirnir finna að það er erfiðara að snúa boltann og framkvæmda ákveðin skot. Heilt yfir hefur þetta gengið miklu betur en maður þorði að vona en sum lið tuða meira yfir þessu en önnur.“ Þótt HM U-18 ára kvenna sé fyrsta stórmótið þar sem klísturslausi boltinn er notaður hefur verið spilað með hann áður, til dæmis í Suður-Ameríku. Ísland mætir heimaliði Norður-Makedóníu í seinni leik sínum í milliriðli 1 klukkan 18:30 í kvöld. Forðist íslenska liðið tap vinnur það riðilinn.
Handbolti Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira