Handbolti

Nýliðarnir fá sænskan markvörð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cornelia Hermansson mun leika með nýliðum Selfoss í Olís-deild kvenna á komandi tímabili.
Cornelia Hermansson mun leika með nýliðum Selfoss í Olís-deild kvenna á komandi tímabili. Selfoss.net

Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við nýliða Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta og leika með liðinu næstu tvö árin.

Frá þessu er greint á heimasíðu Selfyssinga, en Hermansson gengur til liðs við Selfyssinga frá Kärra HF, en hún hefur einnig leikið með Önnerends HK í Gautaborg.

Hún er 21 árs markvörður sem mun styrkja Selfissinga í baráttu sinni um að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á næsta tímabili.

Hermansson kemur til landsins í lok mánaðar og mun hefja æfingar í framhaldi af því. Hún kemur í stað markvarðarins Mina Mandic sem gekk í raðir Aftureldingar eftir eins árs veru á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×