Fleiri fréttir

Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi

Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel.

„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“

„Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM.

Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu

„Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits.

Þrír lausir úr einangrun og Ísland stóreflist

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur endurheimt öfluga leikmenn úr einangrun eftir kórónuveirusmit, á síðustu stundu fyrir leikinn mikilvæga við Svartfjallaland á eftir.

EM-ævin­týrið í Pall­borðinu: Spá okkur í undan­úr­slitin

Það má fastlega gera ráð fyrir því að þjóðin verði límd við skjáinn frá 14:30 í dag þegar Ísland leikir lokaleik sinn í milliriðlinum á Evrópumótinu í handbolta. Ísland mætir Svartfjallalandi í Búdapest og gæti liðið komist í undanúrslitin.

Ýmir: Þurfum að spila inn á styrkleika nýju mannanna

„Það er því miður ekkert nýtt að við fáum þessar fréttir í hádeginu að einhver sé smitaður. Það verður samt að reyna að halda í jákvæðnina og trúna,“ segir Ýmir Örn Gíslason, varnarjaxl íslenska liðsins.

„Við erum undir andlegu álagi“

Vísir hitti á Guðmund Guðmundsson í dag skömmu eftir að hann fékk þær fréttir að tveir leikmenn til viðbótar væru smitaðir. Þungar fréttir.

Dagur og Bjarni á leið til Búdapest

Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð.

Bjarni Ófeigur á leið til Búdapest

Íslenska handboltalandsliðinu er að berast liðsauki en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Bjarni Ófeigur Valdimarsson á leið til Búdapest þar sem Ísland leikur sína leiki á EM.

Spánverjar stálheppnir gegn Pólverjum en eru komnir áfram

Spánverjar eru komnir í undanúrslit á EM í handbolta eftir sigur á Pólverjum í lokaleik sínum í milliriðli II, 27-28. Pólland fékk tvö dauðafæri til að jafna metin undir lok leiks en Rodrigo Corrales, markvörður Spánar, varði í bæði skiptin.

Stjarnan hefur fundið þjálfara

Stjarnan hefur lokið leit sinni að eftirmanni Rakelar Daggar Bragadóttur sem þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta.

Danir fóru illa með væng­brotna Hollendinga

Heimsmeistararnir áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotið lið Hollands er liðin mættust í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Danir unnu leikinn með tólf marka mun, lokatölur 35-23.

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.

Sjá næstu 50 fréttir