Róbert tók Elliða í fjarkennslu í að klára færin og sagði honum að nota Rússatrixið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 11:01 Elliði Snær Viðarsson hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu á EM. getty/Sanjin Strukic Róbert Gunnarsson er ánægður með Elliða Snæ Viðarsson og frammistöðu hans með íslenska handboltalandsliðinu en vill sjá hann klára færin sín betur. Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira