Björgvin má ekki mæta Svartfellingum en skráir sig ekki sem áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 11:57 Björgvin Páll Gústavsson er allt annað en sáttur með mótshaldara í Búdapest. Getty Nú er orðið ljóst að Björgvin Páll Gústavsson þarf að vera áfram í einangrun og má ekki mæta Svartfjallalandi á eftir í leiknum mikilvæga á EM í Búdapest. Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Sjá meira
Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Sjá meira