Handbolti

Viggó: Verðum að klára okkar áður en við hugsum lengra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó í leik á EM.
Viggó í leik á EM. vísir/epa

Það er margt erfitt við EM. Leikirnir, stressið við að fá úr covid-prófum, vera einir á herbergi og sjá svo félagana hverfa í einangrun.

„Þessi smit eru löngu hætt að koma á óvart þó svo maður sé alltaf að vona að það sjái fyrir endann á þessu. Nú verður bara að koma maður í manns stað eins og hingað til. Auðvitað var samt hrikalega vont að missa Elliða,“ segir Viggó Kristjánsson, ein af skyttum landsliðsins.

„Leikur dagsins leggst vel í mig þó svo það hafi verið vonbrigði að tapa gegn Króötum. Við ætlum að koma sterkir til baka og vinna leikinn. Þetta er svipað lið og Króatar og við þurfum góða vörn og verðum að bæta sóknina.“

Ef strákarnir vinna Svartfjallaland þá lifir draumurinn um undanúrslit. En þá þarf Ísland hjálp frá Dönum sem verða að vinna Frakka.

„Það er ekkert spes. Hausinn er alltaf að hugsa hvað ef og allt það. Við verðum samt að klára okkar áður en við hugsum lengra,“ segir Viggó en hann átti ekki sinn besta leik gegn Króötum og virkaði þreyttur.

„Auðvitað var þreyta en menn í liðinu hafa spilað miklu meira en ég og það hefur tekið sinn toll af þeim. Ég hvíli vel og verð klár í leikinn.“

Klippa: Sigvaldi vel gíraðurFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.