Handbolti

Ýmir: Þurfum að spila inn á styrkleika nýju mannanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ýmir þarf að berjast með nýja menn sér við hlið í dag.
Ýmir þarf að berjast með nýja menn sér við hlið í dag. vísir/getty

„Það er því miður ekkert nýtt að við fáum þessar fréttir í hádeginu að einhver sé smitaður. Það verður samt að reyna að halda í jákvæðnina og trúna,“ segir Ýmir Örn Gíslason, varnarjaxl íslenska liðsins.

Ýmir Örn stendur enn á EM en félagar hans í vörninni halda áfram að hrynja í einangrun með Covid. Nú síðast Elliði Snær sem hefur náð einkar vel saman við Ými.

„Við förum á æfingu og reynum að koma nýjum mönnum sem munu spila með mér í miðri vörninni inn í hlutina. Við þurfum líka að breyta litlum hlutum og spila inn á styrkleika þeirra sem koma inn í þetta svo þeim líði sem best,“ segir Ýmir en Haukastrákarnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson munu þurfa að stíga upp í dag.

„Við verðum að vera breytilegir. Við Elliði og Elvar og Arnar tókum góðar klippur á kvöldin og ræddum hvernig við vildum gera þetta. Það breytist væntanlega ekkert með nýjum mönnum.“

Varnarleikur Íslands hefur heilt yfir gengið frábærlega á mótinu sem er aðdáunarvert ekki síst í ljósi allra áfallanna sem liðið hefur orðið fyrir.

„Heilt yfir þá er varnarleikurinn búinn að vera virkilega góður. Viktor hefur síðan verið geggjaður á bak við okkur í síðustu leikjum.“

Klippa: Ýmir fær aftur nýja félaga

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×