Möguleikar Íslands í dag: Bænir og nagaðar neglur ef strákarnir okkar vinna Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 08:31 Örlögin eru ekki lengur alfarið í höndum Íslendinga eftir grátlegt tap gegn Króötum á mánudaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland gæti enn mögulega orðið Evrópumeistari í handbolta á sunnudaginn en versta mögulega niðurstaða liðsins úr þessu er 9. sæti. Í dag lýkur milliriðlakeppninni og vert að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með). EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með).
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01
Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41