Fleiri fréttir

Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits

Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins.

Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM

Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.

„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“

„Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi.

(Líf)línumaðurinn frá Eyjum

Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag.

Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt

Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni.

Thea Imani á leið í Val

Thea Imani Sturludóttir er á leið í Val og mun leika með liðinu í Olís deild kvenna. Þetta herma heimildir íþróttadeildar.

Þakklátur fjölskyldunni fyrir stuðninginn

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fer með íslenska landsliðinu til Egyptalands í dag á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að hafa misst af útileiknum gegn Portúgal á dögunum.

Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi

„Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM.

Jafntefli hjá Erlingi í undankeppninni

Holland tryggði sér eitt stig með því að skora tvö síðustu mörkin í 27-27 jafntefli við Slóveníu í undankeppni EM 2022 í handbolta. Erling Richardson þjálfar hollenska landsliðið.

Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter

„Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta.

Engir áhorfendur á HM

Engir áhorfendur verða á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi frá 13. janúar.

„Neyðarlið“ Noregs skellti Hvít-Rússum

Til þess að trufla ekki undirbúning sinn fyrir HM í Egyptalandi tefldu Norðmenn fram varaliði í leikjum sínum við Hvíta-Rússland í undankeppni EM í handbolta.

Arna Sif barnshafandi

Landsliðskonan þrautreynda Arna Sif Pálsdóttir verður ekki með Val þegar, já eða ef, tímabilið í Olís-deildinni í handbolta heldur áfram.

Ekkert mark frá íslensku línumönnunum

Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum.

Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu

„Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst.

Átta Tékkar smitaðir til Færeyja viku fyrir HM

Leik Færeyja og Tékklands í undankeppni EM í handbolta karla var frestað í dag eftir að átta manns úr leikmannahópi og starfsliði Tékklands reyndust smitaðir af kórónuveirunni við komuna til Færeyja.

Sjá næstu 50 fréttir