Fleiri fréttir

Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu

Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik.

Serbar skelltu Frökkum

Serbía gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur á Frökkum, 27-24, er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins í handbolta 2022. Leikið var í Serbíu í dag.

Báðir þjálfararnir með veiruna

Óvíst er hvort Tékkar mæta á HM í handbolta í Egyptalandi í næstu viku með þjálfara sína tvo en þeir eru báðir með kórónuveiruna.

Segir Ísland áfram gott án Arons

Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum.

Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda

Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu.

Björgvin Páll ekki með til Portúgals

Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Aron meiddur og missir af HM

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné.

Rúnar áfram í Þýskalandi

Rúnar Sigtryggsson mun stýra Þýska 2. deildarliðinu Aue áfram eftir áramót. Rúnar tók við þýska handknattleiksfélaginu tímabundið vegna veikinda þjálfara liðsins fyrr í þessum mánuði en nú hefur verið staðfest að hann verði áfram við stjórnvölin. Allavega fram í febrúar.

Aron þurfti að sætta sig við silfur

Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum.

PSG tók bronsið

PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið.

Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG

Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær.

Ekberg skaut Kiel í úr­slitin eftir fram­lengingu

Kiel er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir framlengdan undanúrslitaleik gegn Telekom Veszprém í Köln í kvöld. Lokatölur urðu 36-35, þýska liðinu í vil, eftir að staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma.

Aron verður með Barcelona í dag

Aron Pálmarsson er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag.

Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi

Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina.

Ragnar heim á Selfoss

Ragnar Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Selfoss. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer.

Aron gæti misst af HM í hand­bolta

Aron Pálmarsson er meiddur á hné og næstu dagar munu skera úr um það hvort hann verði leikfær fyrir leikina gegn Portúgal sem og þegar HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.

Ómar Ingi frá­bær í sigri Mag­deburg

Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik í átta marka sigri Magdeburg á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 33-25.

Ólafur Andrés sá þriðji besti í Sví­þjóð

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson var þriðji í kosningu yfir besta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Aftonbladet stóð fyrir kosningu og birti í dag lista yfir bestu leikmenn deildarinnar.

Viktor Gísli og fé­lagar enn á toppnum

GOG heldur toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir nauman tveggja marka sigur á Ringsted, 33-31. Á sama tíma vann Álaborg öruggan sex marka sigur á Sveini Jóhannssyni og félögum í SönderjyskE.

Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana.

Sjá næstu 50 fréttir