Handbolti

Slæmur síðari hálfleikur Erlings og lærisveina varð þeim að falli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins.
Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins. vísir/vilhelm

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu fengu skell gegn Slóveníu, 34-23, í undankeppni EM í handbolta.

Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá Erlingi og hans mönnum. Þeir voru 15-14 yfir í hálfleik og stefndi í fín úrslit.

Slóvenarnir stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik. Slóvenar unnu síðari hálfleikinn 20-8 og leikinn sjálfan, 34-23.

Slóvenar eru því með tvö stig líkt og Hollendingar en Hollendingar hafa leikið tvo leiki. Einnig í riðlinum eru Pólland og Tyrkland.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Slóvenar eru með Hvíta Rússlandi, Suður Kórea og Rússlandi í riðli á HM í Egyptalandi sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×