Handbolti

Þrjátíu stiga hitasveifla hjá strákunum okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku landsliðsmennirnir eyða deginum í ferðalag til Egyptalands.
Íslensku landsliðsmennirnir eyða deginum í ferðalag til Egyptalands. HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta ferðast í dag til Egyptalands þar sem strákarnir okkar munu eyða næstu vikum á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Íslenska liðið vann níu marka sigur á Portúgal í gær en fyrsti leikur liðsins á HM er einmitt á móti sama portúgalska liði á fimmtudagskvöldið.

Íslenska liðið flaug til Kaupmannahafnar í morgun. Fluginu seinkaði reyndar um klukkutíma en það ætti ekki að koma að sök því flugið til Kaíró í Egyptalandi er ekki fyrr en um miðjan dag.

Það er hins vegar ljóst að það verða smá viðbrigði fyrir íslensku strákana að koma til Egyptalands þegar litið er á hitastigið og veðrið.

Það var nefnilega tæplega tíu stiga frost þegar íslensku strákarnir yfirgáfu Ísland í morgun en samkvæmt spánni þá verður mest 26 stiga hiti í Kaíró í dag.

Það verður því um þrjátíu stiga hitasveifla hjá strákunum okkar. Á morgun er síðan spáð að hitastigið í Kaíró gæti farið upp í 28 stig um miðjan dag.

Strákarnir okkar ferðast í dag til Kaíró til þátttöku á HM. Strákarnir fljúga með Icelandair til Kaupmannahafnar og svo...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 10. janúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×