Handbolti

Heimsmeistararnir settu í gír í síðari hálfleik og unnu Norðmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Denmark vs Norway - Testmatch KOLDING, DENMARK - JANUARY 07: Magnus Saugstrup challenge for the ball during the testmatch beween Denmark and Norway in Sydbank Arena on January 07, 2021 in Kolding, Denmark. (Photo by Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images)
Denmark vs Norway - Testmatch KOLDING, DENMARK - JANUARY 07: Magnus Saugstrup challenge for the ball during the testmatch beween Denmark and Norway in Sydbank Arena on January 07, 2021 in Kolding, Denmark. (Photo by Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images) Jan Christensen/Getty

Danir, ríkjandi heimsmeistarar, unnu þriggja marka sigur á grönnum sínum í Noregi, 31-28, er liðin mættust í næst síðasta æfingaleik liðanna áður en HM í Egyptalandi hefst í næstu viku.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum. Staðan var 3-3 eftir sex mínútu og sex mínútum var staðan 7-6 fyrir Norðmönnum.

Hægt og rólega juku Norðmennirnir forystuna og voru þremur mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, breytti aðeins til í lok fyrri hálfleiks og það skilaði sér.

Danirnir fóru í 5-1 varnarleik og síðari hálfleikur var ekki gamall er staðan var orðinn jöfn, 17-17.

Norðmenn skoruðu þrjú fljót mörk og voru komnir í 20-17 áður en Danirnir tóku aftur yfir og unnu að endingu 31-28.

Liðin mætast aftur á laugardaginn áður en liðin halda til Egyptalands.

Danir eru í D-riðlinum á HM með Argentínu, Barein og DR. Kongó. Noregur er með Austurríki, Frakkland og Bandaríkjunum í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×