Fleiri fréttir

Finnst best að spila undir pressu

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012. Hann segist ekki hafa áhuga á því að vera farþegi í sínum liðum og kann best við sig þegar hann þarf að bera ábyrgð. Aron dreymir um að vinna gullverðlaun á stórmóti með landsliðinu.

Aron Pálmarsson kjörinn íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins árið 2012 í kjöri samtaka íþróttafréttamanna. Aron fékk yfirburðakosningu en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa nafnbót.

Alfreð Gíslason er þjálfari ársins

Sú nýbreytni var tekin upp í kjöri íþróttamanns ársins í ár að kjósa þjálfara og lið ársins. Þjálfari ársins er Alfreð Gíslason.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Túnis 34-24

Ísland vann öruggan sigur á Túnis 34-24 í seinni æfingaleik liðanna í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni. Ísland var mikið betra líkt og í fyrri leiknum í gær og sigurinn aldrei í hættu.

Kristian Asmussen yfirgefur Magdeburg

Danski markvörðurinn Kristian Asmussen, sem fenginn var til Magdeburg í haust til að leysa af Björgvin Pál Gústavsson sem átti við meiðsli að stríða, hefur haldið heim Danmerkur á ný.

Chile verður án línumannsins sterka

Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun

Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu.

Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna?

Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV.

Ólafur Stefánsson: Liðið er betur sett án mín

Ólafur Stefánsson dró sig í gær úr íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Reiknað hafði verið með því að Ólafur gæti spilað með liðinu á Spáni en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir?

Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku.

Bjarki Már: Baráttan er á milli okkar Stefáns

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður N1-deildar karla, mætti á fyrstu æfingu karlalandsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Kópavogsbúinn hefur skorað 83 mörk í leikjunum tólf og klár í slaginn fyrir landsleikina tvo gegn Túnisum í kvöld og á morgun.

Óskar Bjarni stýrði Viborg til sigurs í kvöld

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Viborg HK unnu 24-23 heimasigur á Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir HM-fríið og strákarnir hans Óskar Bjarna fara því inn í nýja árið með nauðsynlegan sigur í farteskinu.

Ólafur ekki með á HM

Ólafur Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram á Spáni í næsta mánuði.

Leik lokið: Valur - Stjarnan 32-31 | Valur vann í vítakeppni

Valskonur eru komnar í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum í Strandgötu í kvöld. Valur mættir annaðhvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn hefst bráðum í Strandgötunni.

Karlalandsliðið kemur saman í kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur saman til æfinga í kvöld. Um er að ræða fyrstu æfingu liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar.

Flensburg lék sér að meisturum Kiel

Flensburg-Handewitt vann frábæran sex marka sigur á THW Kiel, 35-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel hefðu verið á toppnum í HM-fríinu ef Kiel-liðið hefði unnið þennan leik.

Ellefu marka sigur hjá Refunum hans Dags

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin áttu ekki í miklum vandræðum með að landa tveimur stigum í síðasta leik sínum fyrir HM-fríið. Füchse Berlin vann þá 11 marka heimasigur á TV 1893 Neuhausen, 36-25.

Slæmt tap hjá Wetzlar

Kári Kristján Kristjánsson, Fannar Friðgeirsson og félagar í Wetzlar töpuðu nokkuð óvænt, 32-29, fyrir Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Alexander tekur þátt í sýningarleik í New York

Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni vegna meiðsla eins og áður hefur komið fram en hann ætlar hinsvegar að taka þátt í sýningarleik í New York 30. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu New York City Team handball.

Hombrados vill komast í formannssætið

Jose Javier Hombrados er einn frægasti handboltamaður Spánverja í gegnum tíðina enda hefur hann varið mark spænska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Hombrados lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í London en vill nú komast í formannsstólinn hjá spænska sambandinu.

Kiel valtaði yfir Gummersbach

Þýsku meistararnir í Kiel völtuðu yfir Gummersbach, 36-19, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í Sparkassen-höllinni, heimavelli Kiel.

Vonandi kem ég fólki á óvart

Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn.

Ólafur svaraði kalli Arons

Ólafur Stefánsson er í 23. manna hópnum fyrir HM á Spáni sem landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tilkynnti í gær.

Vélmenni þurfa líka að fara í viðgerð

"Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki með í þetta sinn því ég tel að það sé mikilvægara fyrir mig og landsliðið að ég nái mér góðum og komi þá enn sterkari til leiks í framtíðinni," segir Alexander Petersson, sem glímt hefur við meiðsli á öxl í langan tíma.

Hermann sá rautt í handboltaleik Eyjaliðanna

Kempurnar í ÍBV B undir stjórn bæjarstjórans Elliða Vignissonar urðu að játa sig sigraða gegn ÍBV í miklu Eyjauppgjöri í Símabikarnum í kvöld. Þetta var lokaleikurinn í sextán liða úrslitum keppninnar.

Öruggur sigur hjá Magdeburg

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg styrktu stöðu sína í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Guðmundur Guðmundsson: Tek ekki þátt í umræðu manna úti í bæ

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla.

Óvissa ríkir um þátttöku Ingimundar

Ekki liggur ljóst fyrir hvort Ingimundur Ingimundarson geti leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM á Spáni í janúar. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir