Vonandi kem ég fólki á óvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2012 10:00 Ásgeir Örn. Mynd/Stefán Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn. „Ég er ánægður með að fá að spila og fá meira hlutverk. Það er mjög leiðinlegt að Alex er meiddur og getur ekki verið með. Þannig er bara boltinn og skiljanlegt á ári sem þessu þegar það eru þrjú stórmót á þrettán mánuðum að einhver detti út. Þá þurfa aðrir að stíga upp og skila sínum hlutverkum," segir Ásgeir Örn, sem er á leið á sitt tíunda stórmót með landsliðinu. Mikil umræða hefur verið um stöðu hægri skyttu í ljósi meiðsla Alexanders og óvissunnar í kringum Ólaf Stefánsson. Ásgeir Örn hefur töluvert gleymst í umræðunni. „Já, hugsanlega. Ég skil samt að fólk hugsi virkilega um það þegar leikmaður af þessari stærð eins og Lexi er, sem hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni í vetur bæði í vörn og sókn, dettur út. Það yrði áfall fyrir hvaða lið sem er. Ég skil viðbrögðin vel. Ég vona bara að ég nái að koma á óvart. Ef fólk veit ekki af því að ég geti eitthvað þá vona ég bara að ég komi á óvart," segir Hafnfirðingurinn á léttu nótunum. Ásgeir er á sínu fyrsta leiktímabili með Paris Handball frá samnefndri borg í Frakklandi. Liðið hefur unnið alla leiki sína en hlutverk Ásgeir hefur verið minna en hjá hans síðasta liði, Hannover Burgdorf í Þýskalandi. „Þetta hefur verið allt öðruvísi hlutverk. Í fyrra spilaði ég meira eða minna í sextíu mínútur. Nú er ég kominn í miklu sterkara lið, heimsklassa lið, sem ætlar sér virkilega stóra hluti og mikil samkeppni er um stöðurnar," segir Ásgeir, sem hefur verið annar kostur þjálfarans í skyttustöðunni hægra megin. Hann hefur þó komið við sögu í flestum leikjum Parísarliðsins ýmist í stöðu skyttu eða hornamanns. „Maður er kannski í verra leikformi en aftur á móti ferskari og mótíveraðri en áður. Það vegur kannski hvort annað upp. Ég er samt í toppformi líkamlega," segir Ásgeir sem hefur fullkominn skilning á fjarveru Alexanders. „Leikjaplanið í þessum handbolta er bara brandari. Það er rugl hvað það eru margir leikir. Þetta er þriðja stórmótið á þrettán mánuðum. Ef þú ert kannski eitthvað veikur í öxlinni fyrir, þá er þetta leiðin til að eyðileggja hana algjörlega. Ég skil hann mjög vel." Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fjarveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn. „Ég er ánægður með að fá að spila og fá meira hlutverk. Það er mjög leiðinlegt að Alex er meiddur og getur ekki verið með. Þannig er bara boltinn og skiljanlegt á ári sem þessu þegar það eru þrjú stórmót á þrettán mánuðum að einhver detti út. Þá þurfa aðrir að stíga upp og skila sínum hlutverkum," segir Ásgeir Örn, sem er á leið á sitt tíunda stórmót með landsliðinu. Mikil umræða hefur verið um stöðu hægri skyttu í ljósi meiðsla Alexanders og óvissunnar í kringum Ólaf Stefánsson. Ásgeir Örn hefur töluvert gleymst í umræðunni. „Já, hugsanlega. Ég skil samt að fólk hugsi virkilega um það þegar leikmaður af þessari stærð eins og Lexi er, sem hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni í vetur bæði í vörn og sókn, dettur út. Það yrði áfall fyrir hvaða lið sem er. Ég skil viðbrögðin vel. Ég vona bara að ég nái að koma á óvart. Ef fólk veit ekki af því að ég geti eitthvað þá vona ég bara að ég komi á óvart," segir Hafnfirðingurinn á léttu nótunum. Ásgeir er á sínu fyrsta leiktímabili með Paris Handball frá samnefndri borg í Frakklandi. Liðið hefur unnið alla leiki sína en hlutverk Ásgeir hefur verið minna en hjá hans síðasta liði, Hannover Burgdorf í Þýskalandi. „Þetta hefur verið allt öðruvísi hlutverk. Í fyrra spilaði ég meira eða minna í sextíu mínútur. Nú er ég kominn í miklu sterkara lið, heimsklassa lið, sem ætlar sér virkilega stóra hluti og mikil samkeppni er um stöðurnar," segir Ásgeir, sem hefur verið annar kostur þjálfarans í skyttustöðunni hægra megin. Hann hefur þó komið við sögu í flestum leikjum Parísarliðsins ýmist í stöðu skyttu eða hornamanns. „Maður er kannski í verra leikformi en aftur á móti ferskari og mótíveraðri en áður. Það vegur kannski hvort annað upp. Ég er samt í toppformi líkamlega," segir Ásgeir sem hefur fullkominn skilning á fjarveru Alexanders. „Leikjaplanið í þessum handbolta er bara brandari. Það er rugl hvað það eru margir leikir. Þetta er þriðja stórmótið á þrettán mánuðum. Ef þú ert kannski eitthvað veikur í öxlinni fyrir, þá er þetta leiðin til að eyðileggja hana algjörlega. Ég skil hann mjög vel."
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira