Guðmundur Guðmundsson: Tek ekki þátt í umræðu manna úti í bæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2012 14:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson Nordicphotos/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla á öxl. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér til hliðar. Alexander spilar undir stjórn Guðmundar hjá Löwen og var lykilmaður í íslenska landsliðinu í tíð Guðmundar. Alexander gaf kost á sér í íslenska landsliðið á EM í Serbíu fyrir tæpu ári en spilaði lítið vegna meiðsla. Hjörtur Hjartarson, stjórnandi Boltans, spurði Guðmund hvort málum hefði verið öðruvísi háttað í því tilfelli fyrst Alexander gaf kost á sér. „Hvort það var alveg eins, eins slæmt veit ég ekki. Hann ákvað allavega að gefa kost á sér þá og það reyndist honum mjög erfitt að beyta sér á fullu," segir Guðmundur og minnti á að Alexander hefði verið frá vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið lék í forkeppni Ólympíuleikanna í Króatíu í apríl. „Í gegnum tíðina hafa sumir landsliðsmenn lent í því að geta ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson hefur verið í þessari stöðu og ég var sjálfur landsliðsþjálfari þegar það kom upp. Maður verður að virða það og hluta á leikmennina þegar þeir treysta sér ekki. Þetta eru ekki vélmenni. Þetta eru manneskjur," segir Guðmundur. Hann gaf lítið fyrir umræðu „manna úti í bæ" sem velt hafa fyrir sér hvort Alexander hafi verið undir meiri þrýstingi að gefa kost á sér í Serbíu en nú. „Ég veit ekkert hvaða menn það eru. Það er auðvitað alltaf hægt að segja að segja svona. Þá bara segja þeir það. Það hefuru ekkert með þetta að gera. Ég ætla ekki einu sinni að taka þátt í að ræða það. Þetta er gjörsamlega út úr korti. Svona samsæriskenningar eiga ekki rétt á sér," segir Guðmundur sem var greinilega ósáttur við spurninguna. „Meina þessir "menn" úti í bæ að Alex sé þá ekki að segja sannleikann? Hvaða þvæla er þetta? Það er ekki hægt að taka þátt í svona umræðu," sagði Guðmundur. „Þá bara ræða menn úti í bæ það. Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið þátt í að ræða einhverja svona vitleysu," sagði Guðmundur en bætti við: „Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér síðastliðnar fjórar vikur. Læknar landsliðsins vita nákævmlega hver staðan á öxlinni á honum er. sjúkraþjálfar landsliðsins vita það líka, Einar Þorvarðars veit það líka og Aron Kristjánsson ætti að vita það líka eftir samtöl, sem ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við Alex. Hann er væntanlega búinn að gera honum grein fyrir sinni stöðu. Það er það sem máli skiptir," sagði Guðmundur og minnti á að erfitt hefði verið að sleppa Ólafi Stefánssyni þegar hann gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið á umræddu Evrópumóti í Serbíu. Hann sem landsliðsþjálfari hafi einfaldlega þurft að taka því. „Svo geta menn úti í bæ og íþróttafréttamenn haft skoðanir á því. Sett fram einhverjar samsæriskenningar. Það er bara dapurlegt að væna þar með einn ástsælasta og besta handboltamann sögunnar á Íslandi um eitthvað slíkt." Alexander greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við Vísi sem birtist í morgun. Tengil á viðtalið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla á öxl. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér til hliðar. Alexander spilar undir stjórn Guðmundar hjá Löwen og var lykilmaður í íslenska landsliðinu í tíð Guðmundar. Alexander gaf kost á sér í íslenska landsliðið á EM í Serbíu fyrir tæpu ári en spilaði lítið vegna meiðsla. Hjörtur Hjartarson, stjórnandi Boltans, spurði Guðmund hvort málum hefði verið öðruvísi háttað í því tilfelli fyrst Alexander gaf kost á sér. „Hvort það var alveg eins, eins slæmt veit ég ekki. Hann ákvað allavega að gefa kost á sér þá og það reyndist honum mjög erfitt að beyta sér á fullu," segir Guðmundur og minnti á að Alexander hefði verið frá vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið lék í forkeppni Ólympíuleikanna í Króatíu í apríl. „Í gegnum tíðina hafa sumir landsliðsmenn lent í því að geta ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson hefur verið í þessari stöðu og ég var sjálfur landsliðsþjálfari þegar það kom upp. Maður verður að virða það og hluta á leikmennina þegar þeir treysta sér ekki. Þetta eru ekki vélmenni. Þetta eru manneskjur," segir Guðmundur. Hann gaf lítið fyrir umræðu „manna úti í bæ" sem velt hafa fyrir sér hvort Alexander hafi verið undir meiri þrýstingi að gefa kost á sér í Serbíu en nú. „Ég veit ekkert hvaða menn það eru. Það er auðvitað alltaf hægt að segja að segja svona. Þá bara segja þeir það. Það hefuru ekkert með þetta að gera. Ég ætla ekki einu sinni að taka þátt í að ræða það. Þetta er gjörsamlega út úr korti. Svona samsæriskenningar eiga ekki rétt á sér," segir Guðmundur sem var greinilega ósáttur við spurninguna. „Meina þessir "menn" úti í bæ að Alex sé þá ekki að segja sannleikann? Hvaða þvæla er þetta? Það er ekki hægt að taka þátt í svona umræðu," sagði Guðmundur. „Þá bara ræða menn úti í bæ það. Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið þátt í að ræða einhverja svona vitleysu," sagði Guðmundur en bætti við: „Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér síðastliðnar fjórar vikur. Læknar landsliðsins vita nákævmlega hver staðan á öxlinni á honum er. sjúkraþjálfar landsliðsins vita það líka, Einar Þorvarðars veit það líka og Aron Kristjánsson ætti að vita það líka eftir samtöl, sem ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við Alex. Hann er væntanlega búinn að gera honum grein fyrir sinni stöðu. Það er það sem máli skiptir," sagði Guðmundur og minnti á að erfitt hefði verið að sleppa Ólafi Stefánssyni þegar hann gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið á umræddu Evrópumóti í Serbíu. Hann sem landsliðsþjálfari hafi einfaldlega þurft að taka því. „Svo geta menn úti í bæ og íþróttafréttamenn haft skoðanir á því. Sett fram einhverjar samsæriskenningar. Það er bara dapurlegt að væna þar með einn ástsælasta og besta handboltamann sögunnar á Íslandi um eitthvað slíkt." Alexander greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við Vísi sem birtist í morgun. Tengil á viðtalið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46