Guðmundur Guðmundsson: Tek ekki þátt í umræðu manna úti í bæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2012 14:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson Nordicphotos/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla á öxl. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér til hliðar. Alexander spilar undir stjórn Guðmundar hjá Löwen og var lykilmaður í íslenska landsliðinu í tíð Guðmundar. Alexander gaf kost á sér í íslenska landsliðið á EM í Serbíu fyrir tæpu ári en spilaði lítið vegna meiðsla. Hjörtur Hjartarson, stjórnandi Boltans, spurði Guðmund hvort málum hefði verið öðruvísi háttað í því tilfelli fyrst Alexander gaf kost á sér. „Hvort það var alveg eins, eins slæmt veit ég ekki. Hann ákvað allavega að gefa kost á sér þá og það reyndist honum mjög erfitt að beyta sér á fullu," segir Guðmundur og minnti á að Alexander hefði verið frá vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið lék í forkeppni Ólympíuleikanna í Króatíu í apríl. „Í gegnum tíðina hafa sumir landsliðsmenn lent í því að geta ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson hefur verið í þessari stöðu og ég var sjálfur landsliðsþjálfari þegar það kom upp. Maður verður að virða það og hluta á leikmennina þegar þeir treysta sér ekki. Þetta eru ekki vélmenni. Þetta eru manneskjur," segir Guðmundur. Hann gaf lítið fyrir umræðu „manna úti í bæ" sem velt hafa fyrir sér hvort Alexander hafi verið undir meiri þrýstingi að gefa kost á sér í Serbíu en nú. „Ég veit ekkert hvaða menn það eru. Það er auðvitað alltaf hægt að segja að segja svona. Þá bara segja þeir það. Það hefuru ekkert með þetta að gera. Ég ætla ekki einu sinni að taka þátt í að ræða það. Þetta er gjörsamlega út úr korti. Svona samsæriskenningar eiga ekki rétt á sér," segir Guðmundur sem var greinilega ósáttur við spurninguna. „Meina þessir "menn" úti í bæ að Alex sé þá ekki að segja sannleikann? Hvaða þvæla er þetta? Það er ekki hægt að taka þátt í svona umræðu," sagði Guðmundur. „Þá bara ræða menn úti í bæ það. Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið þátt í að ræða einhverja svona vitleysu," sagði Guðmundur en bætti við: „Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér síðastliðnar fjórar vikur. Læknar landsliðsins vita nákævmlega hver staðan á öxlinni á honum er. sjúkraþjálfar landsliðsins vita það líka, Einar Þorvarðars veit það líka og Aron Kristjánsson ætti að vita það líka eftir samtöl, sem ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við Alex. Hann er væntanlega búinn að gera honum grein fyrir sinni stöðu. Það er það sem máli skiptir," sagði Guðmundur og minnti á að erfitt hefði verið að sleppa Ólafi Stefánssyni þegar hann gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið á umræddu Evrópumóti í Serbíu. Hann sem landsliðsþjálfari hafi einfaldlega þurft að taka því. „Svo geta menn úti í bæ og íþróttafréttamenn haft skoðanir á því. Sett fram einhverjar samsæriskenningar. Það er bara dapurlegt að væna þar með einn ástsælasta og besta handboltamann sögunnar á Íslandi um eitthvað slíkt." Alexander greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við Vísi sem birtist í morgun. Tengil á viðtalið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, ræddi málefni Alexanders Peterssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag. Alexander hefur, líkt og greint var frá á Vísi í dag, ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið vegna langvarandi meiðsla á öxl. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér til hliðar. Alexander spilar undir stjórn Guðmundar hjá Löwen og var lykilmaður í íslenska landsliðinu í tíð Guðmundar. Alexander gaf kost á sér í íslenska landsliðið á EM í Serbíu fyrir tæpu ári en spilaði lítið vegna meiðsla. Hjörtur Hjartarson, stjórnandi Boltans, spurði Guðmund hvort málum hefði verið öðruvísi háttað í því tilfelli fyrst Alexander gaf kost á sér. „Hvort það var alveg eins, eins slæmt veit ég ekki. Hann ákvað allavega að gefa kost á sér þá og það reyndist honum mjög erfitt að beyta sér á fullu," segir Guðmundur og minnti á að Alexander hefði verið frá vegna meiðsla þegar íslenska landsliðið lék í forkeppni Ólympíuleikanna í Króatíu í apríl. „Í gegnum tíðina hafa sumir landsliðsmenn lent í því að geta ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Ólafur Stefánsson hefur verið í þessari stöðu og ég var sjálfur landsliðsþjálfari þegar það kom upp. Maður verður að virða það og hluta á leikmennina þegar þeir treysta sér ekki. Þetta eru ekki vélmenni. Þetta eru manneskjur," segir Guðmundur. Hann gaf lítið fyrir umræðu „manna úti í bæ" sem velt hafa fyrir sér hvort Alexander hafi verið undir meiri þrýstingi að gefa kost á sér í Serbíu en nú. „Ég veit ekkert hvaða menn það eru. Það er auðvitað alltaf hægt að segja að segja svona. Þá bara segja þeir það. Það hefuru ekkert með þetta að gera. Ég ætla ekki einu sinni að taka þátt í að ræða það. Þetta er gjörsamlega út úr korti. Svona samsæriskenningar eiga ekki rétt á sér," segir Guðmundur sem var greinilega ósáttur við spurninguna. „Meina þessir "menn" úti í bæ að Alex sé þá ekki að segja sannleikann? Hvaða þvæla er þetta? Það er ekki hægt að taka þátt í svona umræðu," sagði Guðmundur. „Þá bara ræða menn úti í bæ það. Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið þátt í að ræða einhverja svona vitleysu," sagði Guðmundur en bætti við: „Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar hér síðastliðnar fjórar vikur. Læknar landsliðsins vita nákævmlega hver staðan á öxlinni á honum er. sjúkraþjálfar landsliðsins vita það líka, Einar Þorvarðars veit það líka og Aron Kristjánsson ætti að vita það líka eftir samtöl, sem ég geri ráð fyrir að hann hafi átt við Alex. Hann er væntanlega búinn að gera honum grein fyrir sinni stöðu. Það er það sem máli skiptir," sagði Guðmundur og minnti á að erfitt hefði verið að sleppa Ólafi Stefánssyni þegar hann gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið á umræddu Evrópumóti í Serbíu. Hann sem landsliðsþjálfari hafi einfaldlega þurft að taka því. „Svo geta menn úti í bæ og íþróttafréttamenn haft skoðanir á því. Sett fram einhverjar samsæriskenningar. Það er bara dapurlegt að væna þar með einn ástsælasta og besta handboltamann sögunnar á Íslandi um eitthvað slíkt." Alexander greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við Vísi sem birtist í morgun. Tengil á viðtalið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í janúar. Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl í lengri tíma og þarf á langþráðri hvíld að halda. 21. desember 2012 09:46