Handbolti

Íslensku ljónin öflug - Stefán Rafn með 5 mörk og Alexander með 4

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu báðir fínan leik þegar Rhein-Neckar Löwen vann fimm marka sigur á MT Melsungen, 27-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen eru þar með tveggja stiga forskot á Kiel sem getur komist aftur í toppsætið með sigri á Flensburg seinna í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen gerði óvænt jafntefli við FA Göppingen í umferðinni á undan en fer nú inn í HM-fríið með góðan sigur í farteskinu.

Stefán Rafn skoraði fimm mörk í leiknum og Alexander var með fjögur mörk þar af þrjú þeirra með skotum fyrir utan. Báðir voru þeir með þrjú mörk í fyrri hálfleikhnum en Löwen var 14-11 yfir í hálfleik.

Andy Schmid var markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen með sex mörk en Stefán Rafn og Bjarte Myrhol skoruðu báðir fimm mörk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×