Handbolti

Karlalandsliðið mætir Svíum í æfingaleik ytra fyrir HM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgeir Jónsson ritari HSÍ, Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari, Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri HSÍ og Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Þorgeir Jónsson ritari HSÍ, Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari, Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri HSÍ og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Mynd/Stefán
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leikur æfingaleik gegn Svíum ytra þann 8. janúar áður en liðið heldur til Spánar á heimsmeistaramótið.

Tilkynnt var um æfingaleikinn gegn Svíum á blaðamannafundi landsliðsins í gær. Þar var einnig greint frá því hvernig dagskráin verður fram að mótinu á Spáni.

Flestir leikmenn landsliðsins spila með liðum sínum erlendis á annan dag jóla og koma til landsins 27. desember. Landsliðið æfir það kvöld og morguninn eftir.

Liðið leikur svo tvo æfingaleiki gegn Túnis að kvöldi 28. desember og 29. desember. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll en um einu leiki landsliðsins hér á landi fram að HM á Spáni er að ræða.

Í kjölfarið fá leikmenn liðsins fjögurra daga frí yfir áramótin áður en æfingar hefjast að nýju. Svíar verða andstæðingurinn 8. janúar í Svíþjóð. Íslendingar mæta svo Rússum í fyrsta leik sínum í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla 12. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×