Handbolti

Löwen marði jafntefli | Alexander skoraði fjögur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander Petersson
Alexander Petersson Nordicphotos/Getty
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir topplið Rhein-Neckar Löwen sem gerði jafnefli 26-26 við Frisch Auf Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Heimamenn, sem enn hafa ekki tapað leik í deildinni, höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik 16-12 og útlitið gott. Ljónin héldu tveggja til þriggja marka forystu framan af síðari hálfleiknum þegar gestirnir bitu frá sér.

Göppingen jafnaði í 24-24 þegar fjórar mínútur lifðu leiks og komst í fyrsta skipti yfir 26-25 þegar 43 sekúndur voru eftir. Heimamönnum tókst þó að jafna í síðustu sókn sinni og bjarga stigi.

Alexander skoraði sem fyrr segir fjögur mörk fyrir lærisveina Guðmundur Guðmundssonar. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö mörk.

Kiel, sem mætir Gummersbach á morgun, getur með sigri minnkað muninn í Löwen í eitt stig á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×